Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 67

Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 67
Augnskannar, aðgangsstýrikort, öryggis- veröir og læstar huröir eru að verða eðli- legur hluti á vinnustöðum. Frjáls verslun skoðar öryggi í fyrirtœkjum með áherslu á það hversu einfalt er að komast inn og athafna sig - án þess að eiga lögmætt erindi. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir Geir Ólafsson Þjófnaðir, umgangur ókunnra og þeirra sem ekkert erindi eiga, er vel þekkt vandamál í fyrirtækjum og hefur verið til staðar um ómunatíð. Stærri fyrir- tæki - og reyndar ýmsar stærri íbúðabyggingar - hafa gjarnan haft dyravörð eða öryggisvörð til að gæta íbúa og fyrirtækja en sú lausn dugar skammt þegar óprúttnir aðilar ákveða að freista inngöngu. Oft er um marga innganga að ræða og fjölda starfsfólks sem er að koma og fara á ýmsum tímum og þannig erfitt eða jafn- vel ómögulegt fyrir öryggisvörð að henda reiður á því sem gerist án aðstoðar rafeindatækja af ýmsu tagi. Hættan er mjög raunveruleg. Þar sem fyrir aðeins nokkrum árum eða áratugum var hugsanlega hægt að stela ritvél og kannski einhverju verðmætu frá starfs- fólki, er nú hægt að stela dýrum tölvum og búnaði sem gjarnan er notaður sem gjaldmiðill í fíkniefnaheim- inum. Upplýsingar geta gengið kaupum og sölum og eru dýrmætar og þær þarf einnig að verja. Það er því eðlilegt að fyrirtæki á sviði öryggistækni verði til og stækki hratt en mikil áhersla er lögð á lausnir sem eru einfaldar, fremur ódýrar og umfram allt notendavænar. Það er lítið varið í lausn sem engum hentar og er svo flókin í framkvæmd að fáir læri á hana. Nokkur þeirra fyrirtækja sem sérhæfa sig í öryggismálum eru kynnt hér fyrir aftan. Hvernig eru fyrirtæki warin? Algengast er að starfsfólk hafi einhvers konar passa sem veitir því aðgang að fyrir- tækinu eða húsinu. Þegar inn er komið er aðgangur yfirleitt frjáls og litlar athugasemdir gerðar þó fólk sé á rölti þar sem það ekki á heima eða ætti að vera. Reyndar er það svo að þegar fólk hefur á annað borð komist inn með korti, má yfirleitt gera því skóna að það megi fara um svæðið að vild og eigi ekki að þurfa frekari sannana við. Starfsmannakort eru þar að auki sýnileg á starfsfólki og eykur það öryggið enn. Þetta er þó að hluta til falskt öryggi, því að sé vinnustaðurinn fjölmennur og ekkert nema einfaldur passi sem veitir aðgang að honum, er einfalt fyrir þann sem er óheiðar- legur að komast inn og úr því eru honum allar leiðir færar. Sé enginn til staðar sem skoðar vandlega pass- ana er næsta vist að þessi leið er notuð. Að ekki sé talað um að skjótast inn um leið og einhver annar fer út eða inn. Ný aðgangsstýrikort breyta þessu talsvert þar sem lesa þarf af þeim rafrænar upplýsingar og samþykkja áður en handhafa þeirra er hleypt inn. Það hlýtur að teljast til bóta og minnkar nokkuð óviðkomandi 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.