Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 78
Viðar Björgvin Tómasson,framkvœmdastjóri ogeinn eigenda Nortek.
Aðgangsstýrikerfið býður uþp á snertikort og snertilaus kort, aðgang
að ýmsum rýmum og margt fieira.
pakkann á sviði öryggiskerfa ef vel ætti að vera,“ segir Björgvin.
„Við bættum við innbrotaviðvörunarkerfum, aðgangsstýri-
kerfum, myndavélakerfum, neyðarljósum og neyðarljósakerfum
og sambyggðum innbrota- og aðgangsstýrikerfum. Það er alltaf
að gerast eitthvað nýtt innan dyra hjá okkur. Eitt af því nýjasta er
búnaður til gegnumlýsingar á farangri, málmleitarhlið og málm-
leitartæki. I kringum öryggi flugvalla hafa kröfurnar aukist til
muna eftir hryðjuverkin þann 11. september á síðasta ári. Þetta
hefur gert það að verkum að þörfin fýrir slíkan búnað er vaxandi
og gerðum við m.a. nýlega tilboð í bíl fyrir Flugmálastjórn sem
búinn er gegnumlýsingarbúnaði.“
Björgvin segir menntun starfsmanna mikilvæga enda séu allir
starfsmenn fýrirtækisins rafmagnsmenntaðir. „Það fara reglu-
lega einhverjir starfsmanna utan til að læra og einnig koma
hingað til lands kennarar sem kenna öllu eða flestu starfsfólki
fyrirtækisins. Það hefur rejmst okkur vel að fá hingað kennara og
teljum við að með því fáum við meiri þekkingu inn í fýrirtækið,
starfsmenn okkar og erlendu birgjanna kynnast betur og þeir fá
Oryggiskerfi nauðsynleg
Síaukin krafa markaðarins til
öryggiskerfa gerir að verkum að
fyrirtæki í þeim geira þurfa að fylgj-
ast vel með til að standast samkeppni. Vel
menntaðir og vel þjálfaðir starfsmenn,
góð og fljót þjónusta og vandaðar vörur
eru aðalsmerki Nortek ehf. sem hefur
skrifstofur bæði á Akureyri og í Reykja-
vík. „Fyrirtækið varð til á Akureyri en við
erum þijú systkinin, öll menntuð á raf-
magnssviðinu, sem stofnuðum það og
rekum í dag,“ segir Viðar Björgvin Tóm-
asson, framkvæmdastjóri og einn eig-
enda Nortek ehf. „Við höfðum um tíma týlgst með
því sem var að gerast í sambandi við öryggisþjón-
ustu og töldum okkur geta gert betur fýrir minna fé
og létum einfaldlega reyna á það.“ Tilraunin tókst vel
og nú, fimm árum seinna, eru níu manns starfandi hjá
fýrirtækinu sem hefur fest sig í rækilega í sessi sem
leiðandi á sviði öryggismála.
Alhliða þjónusta „Fyrst í stað buðum við aðallega upp á bruna-
varnakerfi en sáum fljótlega að við þurftum að vera með allan
þá einnig tilfinningu fyrir því hvernig
markaðurinn er hér heima.“
Engar hjöllur Nýjustu brunaviðvörunar-
kerfin eru þannig að það eru ekki bara
bjöllur sem fara í gang þegar kviknar í
heldur er það svo að þegar boð berast
kemur texti á skjá stjórnstöðvar um stað-
setningu skynjara og leiðbeiningar
heyrast í brunahljóðviðvörunarkerfinu.
Koma þá t.d. upplýsingar um að brunavið-
vörunarkerfið haíi farið í gang og er fólk
beðið um að fýlgja merktum flóttaleiðum.
Þessi skilaboð er hægt að hafa á fleiri en einu tungu-
máli og einnig er hægt að senda út tilkynningar um
að hættan sé liðin hjá.
„Það er og hægt að fá boð send með SMS í farsíma
áður eða samtímis og þau eru send út til viðurkenndr-
ar vaktstöðvar," segir Björgvin. Þetta er þó aðeins gert
ef einn skynjari gefur merki um eld, en ef boð berast frá
fleiri en einum skynjara, fara boð strax til vaktstöðvar. Þannig
getur umsjónarmaður skoðað málið og fundið út hvort um villu-
boð er að ræða. Hver skynjari hefur númer og er þannig einfalt
Nortek ehf. hefur vaxiðjafnt og
þétt allt frá stofnun þess. Fyrir-
tækið hélt uþþ á fimm ára
afmæli sitt um síðustu áramót.
Starfsemin byggist á ráðgjöf sölu,
hönnun, upþsetningu ogþjónustu
við ýmiss konar öryggiskerfi.
Myndir: Geir Ólafsson
78