Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 79

Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 79
að sjá hvaðan boðin koma, hvort heldur sem er í tölvu eða á skjá kerfisins. Það eru að vísu ekki allir með slikt „adressukerfi", „því miður“. Björgvin segir „adressukerfin" mun skilvirkari og betri en skynjai'arnir og stjórnbúnaðurinn kostar örlítið meira í upp- hafi. „Það skilar sér til baka í umgengni, þjónustu og viðhaldi,“ segir hann. „Það kostar nákvæmlega það sama að setja kerfin upp, en það er mun auðveldara að fylgja boð- unum eftir þegar þau koma því staðsetning skynjaranna er þekkt. Þetta auðveldar ekki bara viðskiptavininum og okkur sem veitum þjónustuna heldur einnig slökkviliðinu að vita staðsetningu skynjaranna. Það er mun minna um villuboð frá þessum kerfum vegna þess að það er hægt að aðlaga þau að umhverfinu. Þetta er gert með þvi að stilla hvern skynjara fyrir sig.“ Tenging við smartkort og mifarekort Aðgangsstýrikerfi Nortek ehf. eru ijölhæf og þægileg í notkun. Þau eru ekki bara aðgangs- stýrikerfi og eða aðgangs- og innbrotaviðvörunarkerfi. „Sé til að mynda sett upp kerfi þar sem um er að ræða fyrirtæki með einum eða fleiri göngum eða hæðum er kerfið sett upp á þann svo að eitthvað sé nefnt, en annars eru mögu- leikarnir mjög miklir. Hægt er að hlaða inn á kortin á vinnustaðnum og greiða með þeim. Við teljum að við munum selja nokkur kerfi til viðbótar á þessu ári sem nota mifare lestæknina, þessi tækni er komin til að vera og við ætlum að vera með.“ Myndavélakerfi Eftirlitskerfi sem byggjast upp á myndavélum eru viða og þeim tjölgar ört og má segja að á síðasta ári hafi orðið algjör sprenging í sölu og uppsetningu á myndavélakerfum. Ekki er lengur þörf á sérstökum myndbandstækjum til afspilunar eða sérstökum skjám, heldur eru nú notaðar öflugar tölvur og tölvuskjáir. Þannig verður myndin skarpari, betri og auðveldara er að vinna við kerfið. „Hægt er að stilla myndavélarnar þannig að þær taka einungis upp þegar hreyfing er fyrir traman myndavélina. Einnig er hægt að geyma tímabil áður en hreyfing hefst og halda upptöku áfram eftir að hreyfing er hætt. Allar stýringar eru einfaldar og þægilegar og hægt er að tengja kerfið við öll önnur öryggiskerfi í húsinu. Möguleikar á sendingu myndefnis á milli staða, upptöku á myndefni og geymslu myndefnis eru orðnir mjög margir. Það Nokkrir af helstu viðskipta- vinum Nortek ehf. eru. • Sparisjóðabanki íslands • Kaupþing . VISA ísland . Nokkrir sparisjóðir . Alþingi íslands . Landssíminn . Olíufélagið . ÁTVR . Samherji . Háskólinn í Reykjavík . Háskólinn á Akureyri Myndavélakerfi Nortek er einfalt í uþpsetningu og notkun. Þar er öflugt öryggistœki. veg að viðkomandi starfsmaður hefur aðgang að ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum,“ segir Björgvin. „Aðeins þarf að stofna notandann á einum stað, t.d. í launakerfinu, þegar starfs- maðurinn hefur vinnu hjá fyrirtækinu, upplýsingarnar fara síðan sjálfkrafa yfir í aðgangs- og öryggiskerfið. Sama gildir ef starfs- maður hættir vinnu, þá missir hann sjálfkrafa aðgang sinn að fyrirtækinu um leið og hann fer af launaskrá. Nú er hefðbundið í stýrikerfum að nota nándarlesara og nándarkort við stjórnun á umgangi um fyrirtækið, ekki segulrönd eða strikamerki. Starfs- maðurinn fær þá nándarkort sem er lykill hans að vinnustaðnum og hefur hann þannig aðgang um fyrirtækið út frá heimildum sem honum eru veittar. Einnig er hægt að prenta á nándarkortið og nota það sem starfsmannakort. Venjulega er notað lestæki sem kallast „Proximity“ og er það ódýrasta nándarlestæknin sem nú er á markaðnum. Það er að færast í aukana að nota svokölluð smartkort eða „mifarekort“. Enn er þessi tækni frekar dýr en hefur samt lækkað til muna í verði upp á síðkastið. Mifaretæknin er mun ódýrari en smartkortatæknin enda virðist sem mifare- tæknin komi til með að standa upp úr í Evrópu. Við munum nú í apríl hetja uppsetningu á okkar fyrsta kerfi sem byggir eingöngu á mifaretækni, en hægt er að nota mifarekortin sem aðgangs- stýrikort, starfsmannakorL fyrir viðveruskráningu, sem bóka- safnskort, við greiðslu í sjálfssölum og við greiðslu í mötuneyti sem viðskiptavinurinn þarf að gæta að við val á myndavélakerfi eru myndgæðin og hversu einfalt er að ganga um búnaðinn. Oft munar ekki nema nokkrum þúsundum króna í verði en mynd- gæðin eru mjög mikil,“ segir Björgvin. Framtíðin Björgvin segist vera mjög sáttur við þróun fyrirtæk- isins. „Við vorum á réttum stað á réttum tíma með mikla reynslu innanborðs en auðvitað hefúr það verið okkar stærsti ávinningur að veita góða þjónustu með góðu starfsfólki, vera með góða vöru og að geta alltaf verið í fararbroddi hvað varðar nýjungar þennan tíma sem við erum búin að vera á markaðnum.“ H3 Höfuðstöðvar Nortek í Reykjavík, en fyrirtækið er einnig á Akureyri. 79

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.