Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 88
Bókamerkin mín
FYRIRTÆKIN Á NETINU
www.hampidjan.is iH
Hampiðjan rekur dauflegan
en sæmilega hagnýtan vef
fyrir erlenda viðskiptamenn
sína. Vefurinn er aflur á ensku,
nema einn flipi á íslensku.
Ahersla er á vörur fyrirtækis-
ins og upplýsingar um þær og
gjarnan fylgja myndir af vett-
vangi eða til útskýringar.
Myndirnar mættu þó vera betri og útlitið á vefnum tvímælalaust miklu
fallegra og meira aðlaðandi en nú er. Ekki er beinlínis gefinn kostur á gagn-
virkni á velhum, þó er birtur listi yfir starfsmenn og netföng þeirra, sömu-
leiðis fyrirtækin í samstæðunni. Utlit vefsins er því miður ekkert til að
hrópa húrra fyrir. S3
Asta G. Harðardóttir, framkvœmdastjóri Kine ehf, fer inn á
isbweb.org til að lesa alhliða fréttir um líftœkniheiminn.
Mynd: Geir Olafsson.
Þeir vefir sem ég skoða oftast eru sjálfsagt fjöl-
miðla- og fjármálavefirnir og svo finnst mér sima-
skra.is alveg ómissandi. Annars nota ég Netið
mest til upplýsingaöflunar, svo sem þegar um ný við-
skipti er að ræða, en þá er Netið afar gagnlegt til að
afla upplýsinga um viðkomandi fyrirtæki og sparar
mikinn tíma í undirbúning,“ segir Ásta G. Harðar-
dóttir, framkvæmdastjóri Kine ehf.
www.brimborg.is ★★
Brimborg er með frekar rugl-
ingslega uppsetningu á forsíð-
unni því að þar ægir öllu
saman, tenglum, auglýs-
ingum, myndum o.sirv. Heild-
arútlitið mætti vera sterkara
og skýrara, eitthvað áherslu-
meira sem grípur augað annað
en aðalmyndina sem nú er.
Vefurinn er þó léttur og bjartur þegar kafað er dýpra og virðist nýtast ágæt-
lega til að panta t.d. bækflnga. Bílaleitin virkar vel en frekar þunglamalegt
er að fara aftur á forsíðuna þegar maður er búinn að leita dágóða stund. H3
isbweb.org „Alhliða frétta- og upplýsingavefur um
„Biomechanics“ heiminn en þessi vefur er mjög gagn-
legur fyrir starfssvið Kine til að fylgjast með því
nýjasta.“
per.ualberta.ca „Gagnlegar upplýsingar og tengla er
að finna á þessum vef um einstök svið innan
„Biomechanics" geirans."
inforni.umd.edu „Á þessum vef er að finna upplýs-
ingar um ýmsar áhugaverðar rannsóknir tengdar
starfssviði Kine.“
0dCi.g0V „Fínt að fara inn á „The World Factbook"
hjá CIA til að fá grunnupplýsingar um þá markaði sem
er verið að skoða hverju sinni.“
finna.is „Finnst fínt að fara á þetta vefsvæði en þar
er að finna hina ýmsu upplýsinga- og leitarvefi."
eSSO.ÍS „Fer inn á skíðavefinn hjá þeim til að fylgj-
ast með fregnum af skíðasvæðunum sem reyndar hafa
verið heldur dapurlegar undanfarið."
femin.is „Hef gaman af því að fara inn á þessa vef-
síðu og skoða hvað hinar stelpurnar eru að spá og
„Bjútíbolla" finnst mér alveg frábær.“ H3
.re.is ★★
upplýsingavef á re.is, sem við
fyrstu sýn lítur þokkalega út
en hrynur í áliti þegar nánar er
að gáð. Vefurinn virkar nefni-
lega ekki nógu vel. Á forsíð-
unni birtast niu ferkantaðar
myndir sem ekki virðast til
neins annars en skrauts þvi að
ekki er hægt að stækka þær með þvi að smefla og þær gefa engan aðgang
að neinum upplýsingum. Efst á síðunni eru fánar niu þjóðlanda sem gefa
vonir um að erlendir ferðamenn geti fengið upplýsingarnar á sínu eigin
tungumáli og það virðist vera meiningin, þó ekki hafi það verið
komið í gagnið þegar blm. skoðaði. Þegar textinn er skoðaður
gefur hann ágætar upplýsingar og myndirnar sömuleiðis.H!]
Lélegur
★ ★ Sæmilegur
★★★ Góður
★ ★★★ Frábær
Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu.
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
ghs@heimur.is
88