Frjáls verslun - 01.03.2002, Síða 96
Friðrik H. Jónsson, dósent í sáljræði og forstöðumaður Félagsvísindastojnunar, fjallaði um mælingar
sínará ímynd íslenskra stjórnmálamanna á fundi hjá Imark nýlega. Imælingum sínum skoðarhann
upplag, virkni og viðmót stjórnmálamanna, sjá nánar mælistikuna. Ef stjórnmálamaður er mjög hár
á öllum þessum þáttum virðast vera „geislabaugsáhrif' í kringum hann.
um eiginleika viðkomandi en búast
megi við að einhver sannleikskjarni
geti verið í ímyndinni. Spurningin sé
bara hve sterkur hann sé.
ímynd skiptir meira máli Fjallað var
um ímynd stjórnmálamanna á fundi
hjá Imark nýlega og kom þá í ljós að
Friðrik hefur skoðað ímyndina og
brugðið mælistiku á ímynd nokkurra
íslenskra stjórnmálamanna. I mörgum
tilfellum hefur hann fengið afar for-
vitnilega útkomu. Friðrik segir að
ímynd stjórnmálamanna skipti því
meira máli sem kjósendur hafi færri
tækifæri til að vera í beinum persónu-
legum samskiptum við þá. „Þegar
breyting verður á kjördæmaskipan og
kjördæmi stækka mikið, má velta þvi
íyrir sér hvort kosningabaráttan fari
ekki meira fram í gegnum tjölmiðla og
fólk þekki minna sína þingmenn en
Hvað gerir stjórn-
málamenn vinsæla?
Hvað erþað sem gerir stjórnmálamenn vin-
sæla? Hverniggeta þeir best laðað að sér
atkvæðin? Svörunum við þessum spurningum
hljóta flestir stjórnmálamenn að velta jyrirsér
en þeim er erfitt að svara. Það erþó hægt að
sjá hvað stjórnmálamenn geta bætt í sinni
ímynd til að geta náð meiri árangri.
Effir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndin Geir Ólafsson
egar kosningar nálgast fara atkvæðaveiðarar að velta tyrir
sér hvernig þeir geti sem best laðað að sér atkvæðin og
leita jaihvel ráðgjafar til að koma sem best út í ljölmiðlum,
ekki síst sjónvarpinu, því að ekki er víst að framkoma í ræðustól
henti jafn vel og á skjánum. Imynd er fyrirbæri sem tekur til
margra þátta, bæði skapgerðar stjórnmálamanna, framkomu
þeirra og klæðnaðar. Hugtakið er notað um einstaklinga, sem
maður þekkir ekki persónulega heldur bara í gegnum tjölmiðla.
Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði og forstöðumaður Félags-
vísindastofnunar, segir að ímynd sé svipað fyrirbæri og staðal-
myrid, munurinn sé bara sá að staðalmynd eigi við um hópa,
ímynd um einstaklinga. Imyndin feli í sér óljósar hugmyndir
áður. ímyndin mun þá væntanlega skipta meira máli en áður
vegna þess að einu kynni fólks af stjórnmálamönnum verða þá í
gegnum flölmiðla," segir hann.
I mælistiku Friðriks, sem birt er hér í opnunni, skoðar hann
virkni, upplag og viðmót stjórnmálamanna. í virkni skoðar hann
hve ákveðinn/óákveðinn viðkomandi þykir, beittur/deigur,
virkur/aðgerðalítill. I upplagi skoðar hann hve áreiðanleg-
ur/óáreiðanlegur stjórnmálamaðurinn þykir, sanngjarn/ósann-
gjarn, alþýðlegur/hrokafullur og í viðmótinu kemur fram hve
Mælistikur á ímynd
Uirkni
Ákveðinn ~ +3 - +2 - +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Úákveðinn
Beittur ~ +3 ~ +2 ~ +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Deigur
Virkur ~ +3 ~ +2 ~ +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Aðgerðarlítill
Upplag
Áreiðanlegur ~ +3 ~ +2 ~ +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Óáreiðanlegur
Sanngjarn ~ +3 ~ +2 ~ +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Úsanngjarn
Alþýðlegur ~ +3 ~ +2 ~ +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Hrokafullur
Uiðmót
Hlýr ~ +3 ~ +2 ~ +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Kaldur
Skemmtilegur- +3 ~ +2 ~ +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Leiðinlegur
Líflegur ~ +3 ~ +2 ~ +1 ~ 0 ~ -1 ~ -2 ~ -3 ~ Daufur
Mœlistika Friðriks.
96