Frjáls verslun - 01.08.2002, Side 13
Þjónusta Fjárstoðar ■ yfirlit
Launaútreikningar
Útreikningur launa
Skilagreinar
Launagreiðslur
Launamiðar
Sjálfvirk yfirfærsla í bókhaldskerfi
Ráðgjöf við starfsmenn
Pjónustan felur í sér alla hefðbundna þætti launasviðs
fyrirtækja. Fjárstoð annast nú launavinnslu fyrir stóran
fjölda fyrirtækja og hefur vtðæka reynslu af þeim kröfum
sem gera ber til faglegra vinnubragða á þessu sviði.
Bókhaldsfærslur og uppgjör
Hefðbundin bókhaldsþjónusta
Afstemmingar reikninga
Regluleg yfirlit um rekstur, efnahag og sjóðstreymi.
Árs- og árshlutauppgjör
Framtalsgerð
Lykiltölur og stjórnendaupplýsingar
Fjárstoð sinnir öllum þáttum bókhaldsvinnslu fyrir allar
stærðir fyrirtækja. Þjónustan felur í sér alla vinnslu bók-
haldsgagna, færslur upplýsinga í bókhaldskerfi, gerð lög-
bundinna skýrslna, afkomugreiningar og uppgjör.
Sérhæfð útvistun frá fjármálasviði
Afmarkaðir verkferlar fjármálasviðs, m.a.
Skráning vörukaupareikninga
Tollskjalagerð
Útskrift reikninga
Greiðsluþjónusta
Sérstakar skýrslur og greiningar
Fleira . . .
Fjárstoð tekur að sér afmarkaða verkþætti og verkferla
sem útvistaðir hafa verið frá fjármálasviðum fyrirtækja.
Þannig starfar Fjárstoð náið með fjármálastjórum eða
framkvæmdastjórum fyrirtækja að því að ná fram aukinni
hagkvæmni við umsjón verkefna fjármálasviðs og auknum
gæðum þjónustunnar.
FJÁRSTOÐ
Sætún S ■ 105 Reykjavík ■ Sími 591 550Q
Hafnarstræti 91-93 ■ 600 Akureyri ■ Sími 460 3300
www.fjarstod.is ■ fjarstod@fjarstod.is
EB—aa
Launavinnsla
Einn af þeim þáttum sem margir kjósa að fela sérfræðingum er regluleg launa-
vinnsla. f því felst útreikningur launa, umsjón með skilagreinum, samskipti við líf-
eyrissjóði og stéttarfélög og ráðgjöf við starfsmenn, auk árlegra skila á launafram-
tali og launamiðum. Fjárstoð hefur sérhæft sig á þessu sviði og annast nú launa-
vinnslu fyrir fjölmörg fyrirtæki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
„Launavinnslan er dæmigert svið þar sem hægt er að ná fram mikilli hagræð-
ingu. Oft er um hlutastörf að ræða innan fyrirtækja og veikindi eða brotthvarf þess
sem hefur séð um launavinnsluna getur sett allt í uppnám, því að allir vilja jú fá
launin sín á réttum tíma. Þá má ekki gleyma því að mörgum stjórnendum finnst
kostur að losna við viðkvæmar launaupplýsingar út úr fyrirtækinu og mikill tími fer
í að kynna sér kjaramál og fleira, enda að mörgu að hyggja í þeim efnum. Allir
starfsmenn Fjárstoðar skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og gætt er fyllsta öryggis í
meðferð þessara upplýsinga."
Bókhald og uppgjör
Fyrir smærri fyrirtæki og rekstraraðila sér Fjárstoð um færslu bókhalds og
afstemmingar og annast alla tengda þjónustu, svo sem gerð virðisaukaskatt-
skýrslna, lögbundinna skilagreina, greiðsluþjónustu o.fl., auk ársreiknings- og skatt-
framtalsgerð. „Þessir nauðsynlegu þættir hafa gjarnan íþyngt stjórnendum
smærri fyrirtækja, sem hafa ekki alltaf áhuga eða kunnáttu á þessu sviði og taka
því þjónustu sem þessari fegins hendi. Markmið Fjárstoðar er að veita þessum
aðilum sanngjarna og lipra þjónustu."
„Fjárstoð yfirfer reglulega umfang þjónustunnar ásamt viðskiptavinum sínum
og gaetir þess þannig að sem mest hagkvæmni náist og að allar upplýsingar séu
sem Ijósastar. Það er algengt þegar frá líður að með aukinni hagkvæmni náist
fram lækkun á kostnaði til okkar þar sem við kappkostum að veita sem besta og
hagkvæmasta þjónustu," segir Gunnar.
„Við lítum svo á að við séum í raun hluti þess fyrirtækis sem við störfum fyrir, þar
sem við sjáum yfirstjórnendum fyrir lykiltölum sem þeir þarfnast til að geta stýrt fyr-
irtækinu á sem bestan máta." segir Gunnar, „Það er yfirstjórnendum mikilvægt að
hafa á hverjum tíma aðgang að nýjustu rekstrartölum til að geta tekið ákvarðanir og
það treystum við okkur til að veita þeim. En við treystum okkur jafnframt vel til þess
að sinna smærri fyrirtækjum sem þurfa aðstoð við bókhald og umsýslu fjármála í
minni mæli. Það er ekki síður mikilvægt að hafa í lagi." SH