Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 13
i®n
.BARNARANNSÓKNIR
^mu-ofhát^ mittjáiL
,
■
Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og
Pétur Guðmundsson frá Melabúðinni tóku við verð-
laununum. Mynd: Geir Ólafsson
"steingerður SigurbÍörnsd^;n3rfS0TmaðI.r Barnarann-
sókna, og PáH ^S^essman, forstjóra Pharmaco. og
f^uld Valdimarssyni aðstoðarlandlækni.
Fyrirtæki ársins hjá VR
□ áskólinn í Reykjavík og Melabúðin voru valin fyrir-
tæki ársins 2003 í könnun hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, VR. Þetta er í annað sinn í röð sem
Háskólinn í Reykjavík lendir í fyrsta sæti meðal stórra fyrir-
tækja. I öðru sæti var P. Samúelsson og í þriðja sæti IMG,
Marel og Medcare Flaga. I hópi minni fyrirtækja lenti
Heilsa í öðru sæti og Hagvangur í þriðja sæti. ffl
Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, aðstoðar Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra við að klippa á borða við
opnun endurbættrar Húsgagnahallar. Mynd: Geir Ólafsson
Kátt í koti
á Bildshöfða
Kátt var í koti hjá Húsgagnahöllinni á Bildshöfða
þegar verslunin var opnuð í nýjum búningi í lok maí.
Stór Krónuverslun var þá opnuð á jarðhæð ásamt
fyrstu Bodum verslun landsins og um leið opnaði Bakara-
meistarinn nýtt bakarí og kaffihús. I kjallaranum verða
áfram Intersport og Nevada Bob með græjurnar fyrir
íþróttaiðkun sumarsins. ffl
Pharmaco styrkir
barnarannsóknir
□ harmaco hefur tekið að sér að styðja rannsóknar-
verkefnið „heilsa, hegðun og þroski fimm ára
barna“ sem sjálfseignarstofnunin Barnarannsóknir
hefur hleypt af stokkunum. Um er að ræða forkönnun í ár
og á næsta ári á heilsufari og einkennum geð- og
þroskaraskana hjá 300 5 ára börnum í Reykjavík. Forkönn-
unin kostar um 5 milljónir, þar af leggur Pharmaco til 2,5
milljónir króna. ffl
Fyrirtæki sýndu
í Kaplakrika
SÍF stóð fyrir einvígi í eld-
húsinu og sést hér Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri heldur
vígalegur. Hann tókst á við Jóhannes Viðar Bjarnason,
veitingamann í Fjörukránni. Mynd: Guðni Gíslason
úmlega 100 hafnfirsk
fyrirtæki tóku þátt í
sýningunni Fólk og
fyrirtæki sem haldin var í
Kaplakrika fyrri hluta júní.
Sýningin var hluti af hátíðar-
höldunum „Bjartir dagar“ í
tilefni 95 ára afmælis Hafnar-
ijarðarbæjar og var ýmislegt
til gamans gert, m.a. einvígi
í eldhúsinu milli nokkurra
þekktra athafnamanna og
stjórnmálamanna. ffl
13