Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 42
SÉRFRÆÐINGAR SPÁ í SPILIN Spurmngfn til Asgeirs Jónssonar hagíræðings hjá Hagfræðistofhun Háskólans er þessi: ÞÚ lufll Y fjallað mikið um byggðamál og ástœðurþess að fólk hefur safnast fyrir á suðvestur- horninu. I Ijósi frétta um atvinnuleysi á Raufarhöfn og að staðurinn muni eiga erfitt uþpdráttar, sem og aðrar litlar jaðarbyggðir, í framtíðinni, vaknar sú sþurning hvort streitast eigi gegn fólksflutningi til Reykjavíkur og halda úti byggð í litlum kauptúnum. Á að streitast við að halda úti litlum kauptúnum? Ásgeir Jónsson, hagfræð- ingur hjá Hagfræðistofnun Háskólans. „Hins vegar getur byggðastefna, sem byggist á bónbjörgum, ekki talist varanleg heldur aðeins kaup á tíma.“ Raufarhöfn er dæmi um jaðarbyggð, stað sem er úr tengslum við annað þéttbýli. Þessi ijarlægð er sá drösull sem jaðar- byggðir þurfa að draga í samkeppni við önnur byggðarlög um fólk og fyrirtæki. Þessi samkeppni er háð á tvennum víg- stöðvum. A grundvelli atvinnu, launa og kostnaðarhagræðis, en einnig á sviði félags- legra aðstæðna, tækifæra og lífskjara. Jaðarbyggðirnar risu á sínum tíma sem þjónustumiðstöðvar fyrir landbúnaðarhéruð eða vegna nálægðar við góð fiskimið. Á síð- ustu árum hefur landbúnaður gefið eftir og bættar samgöngur hafa dregið úr þjónustu- hlutverkinu. Þá hefur vélvæðing, mark- aðsvæðing og kvótastjórnun gjörbreytt aðstæðum í sjávarútvegi. Fengsæl fiskimið er hægt að sækja frá mörgum stöðum, lönduðum afla er einnig hægt að aka hvert á land sem er og nálægð við flugvelli og útflutningshafnir getur falið í sér meira hag- ræði en nálægð við miðin. Framtíð jaðarbyggða Það er erfitt að segja hvort jaðarbyggðirnar eigi framtíð fyrir sér þegar til lengri tíma er litið. Það veltur á því; A) hvort fólk vilji yfir höfuð búa á slíkum stöðum B) hvort fólk geti haft þar viðun- andi framfærslu. Það er alls ekki sjálfgefið að í framtíðinni muni þessi tvö skilyrði bresta og jaðarbyggðirnar fari í eyði, þótt fólki hafi fækkað töluvert á síðustu árum og líklegt að sú þróun haldi áfram um ein- hvern tíma. Framlög íslenska ríkisins til byggðamála - s.s. að halda jaðarbyggðum í byggð - velta vitaskuld á vilja þjóðarinnar til þess að borga. Það er ekkert að því að verja fjármunum til byggðamála ef kostnaðurinn er ljós og þjóðin er því raunverulega samþykk. Hins vegar getur byggðastefna, sem byggist á bónbjörgum, ekki talist varanleg heldur aðeins kaup á tíma. Með því vinnst aðeins tvennt. Svigrúm gefst til þess að þróa aðrar varanlegar lausnir eða leyfa kynslóðum sem komnar eru á efri ár að ljúka sínu lifsstarfi án truflunar. Raunverulegar byggðalausnir eiga það hins vegar allar sammerkt að vera gróðavænlegar, staðbundnar og byggjast á frumkvæði og forsendum íbúanna sjálfra. Byggðastefna aðskilin stefnu atvinnugreina Það er sérstaklega mikilvægt að festa ekki ein- stakar atvinnugreinar í klafa byggðarsjónar- miða. Samkeppnishæf laun og verndun starfa eru oft ósamrýmanleg markmið vegna þess að auknar tekjur byggja á aukinni framleiðni sem oftast er rekin áfram af tæknibreytingum sem gera færri höndum kleift að vinna sömu verk. Til að fyrirbyggja að sllkir árekstrar verði of harkalegir er eðlilegt að sljórnvöld reyni að skilja stefnu sína í málefiium ein- stakra atvinnugreina sem mest frá þeirri byggðastefiiu sem fylgt er á hverjum tíma. E] 42 Raufarhöfn er dæmi um jaðarbyggð, stað sem er úr tengslum við annað þéttbýli. Þessi fjarlægð er sá drösull sem jaðarbyggðir þurfa að draga í samkeppni við önnur byggðarlög um fólk og fyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.