Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 48
Þórður Pálsson.
Þórður Pálsson,
forstöóumaöur hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka:
Minnkar ásókn
í annað lánsfé
Mér líst ágætlega á þetta almennt séð, sérstaklega þær til-
lögur sem miða að því að stækka skuldaþréfaflokkana
og gera þá markaðsvænni. Það eykur aðgengi erlendra fjár-
festa að húsþréfum. Erlendir fjárfestar hafa verið að sækja í
húsbréfin í auknum mæli en aðgangshindranir, t.d. varsla og
verðútreikningar á bréfunum, hafa dregið úr aðsókninni.
Bréfin eru ekki heldur inni í erlendum viðmiðunarvísitölum
og því þurfa erlendir Jjárfestar að hafa mikla sérfræðiþekk-
ingu til að kaupa bréfin. Stóraukin velta á innlendum markaði
og aukin þekking erlendra íjármálastofnana á innlendum
markaði munu líklega enn auka ásókn í íslensk skuldabréf,"
segir Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar hjá
Kaupþingi-Búnaðarbanka.
Þórður telur markaðs- eða einkavæðingu ákjósanlegasta í
húsnæðislánakerfinu. „Þessi markaður er í ríkisrekstri í dag
en það er töluverð stærðarhagkvæmni í útgáfu fasteigna-
skuldabréfa og íslenski markaðurinn er lítill. Aðalspurningin
er hvernig við búum til sem hagkvæmast og best húsnæðis-
kerfi, sennilega er bara grundvöllur fyrir eitt húsnæðiskerfi
á Islandi og hagkvæmast að bankarnir komi saman að því.
Ég held að mestu skipti að einkavæða kerfið fremur en hvort
kerfið eigi að lána fyrir 65% eða 90% af fasteignaverði. Það er
engin sérstök ríkisvæðing fólgin í því enda ruðningsáhrif nú-
verandi ríkisafskipta slík að það mun enginn keppa við ríkið
að talist getur,“ segir hann.
„Meginþungi breytinganna stefnir í átt til þenslu og gæti
hæglega skapast mikið þensluástand ef of geyst er farið en
mikil verðbólga kemur verr niður á heimilunum en háir
vextir. Við höfum meiri áhyggjur af hækkun hámarksijár-
hæðar lánanna en lánshlutfallsins og teljum það meira verð-
bólguhvetjandi. Hugmyndirnar sem liggja fyrir eru tiltölulega
almennar og hættan á þenslu fer eftir því hversu nákvæmlega
þetta verður framkvæmt og hversu hratt. Okkur þykir full-
hratt af stað farið miðað við fyrirliggjandi tillögur en bendum
einnig á að þessar breytingar minnka ásókn í lánsfé oft á óhag-
stæðari kjörum annars staðar frá.“ S3
FJÁRIVlflLfllVlARKflÐUR HÚSNÆÐISLÁN
Áhyggjuraddir eru einnig á lofti vegna fjölskyldnanna í
landinu. Ef tillögurnar ná fram að ganga mun eftirspurn eftir
lánsfé aukast meðal almennings. Með hærra fasteignaverði taka
íjölskyldurnar hærri lán, veðskuldirnar verða hærri og vextir
sömuleiðis með tilheyrandi hækkunum á afborgunum lána og
tjárhagsvandræðum. Strax og fasteignaverð lækkar á nýjan leik
geta menn lent í enn frekari vanda og komið slyppir og snauðir
út úr viðskiptunum. Það geti því reynst verr af stað farið en
heima setið. Tryggvi Þór Herbertsson segir hættulegast þegar
eignaverðsbólur myndast eins og gerðist td. við uppgang og
hrun hlutabréfamarkaðarins 1999-2000. Hlutabréf seldust eins
og heitar lummur og verðið fór upp úr öllu valdi. Síðan segir
Tryggvi Þór að tjárfestingar hafi stöðvast og allir dregið að sér
hendurnar á sama tíma. „Sama getur gerst á fasteignamarkaði.
Fólk keppist um íbúðirnar, verðið pumpast upp og á endanum
springur bólan og þá hrynur allt Þetta er alvarlegra hrun en
hrun á verðbréfamarkaði vegna þess að fyrir venjulegt fólk eru
stærstu umsvifin á fasteignamarkaði. Ef ijarar undan veðum og
fólk þarf að selja getur það lent í verulegum vandræðum.“
Tíl hagsbóta fyrir neytendur íslendingar hafa algjöra sérstöðu
hvað húsnæðislánakerfið varðar þvi að mjög fátítt er að hið
opinbera sé jafn umsvifamikið í lánastarfsemi á húsnæðis-
markaði og hér á landi þar sem ríkið er með um helming lána
til einstaklinga á sínum snærum í gegnum Ibúðalánasjóð.
Nágrannaþjóðir íslendinga hafa allar markaðs- eða einkavætt
þetta kerfi að langstærstum hluta og það hefur verið mörgum
keppikefli að þróunin verði svipuð hér. „Húsnæðislánakerfið er
kjarninn í allii bankaþjónustu við einstaklinga um allan heim og
því er erfitt fyrir framþróun bankakerfisins á Islandi að annast
einvörðungu áhættusamasta hlutann í lánum til einstaklinga,
þ.e. viðbótarlán og neyslulán. Það er eðlilegri og mun heilla-
vænlegri þróun fyrir stöðugleika á markaði, arðsemi og vaxta-
stigið í landinu að fella húsnæðislánin að starfsemi bankanna.
Við viljum eindregið sjá stigin skref til að koma þessari starf-
semi inn í bankakerfið til hagsbóta fyrir neytendur fjármála-
þjónustu í landinu í heild. Það gæti stuðlað að heildarvaxta-
lækkun til lengri og skemmri tíma að ekki sé talað um hagræði
og öryggi fyrir einstaklingana að vera með öll sín lán á einum
stað í sinni bankastofnun,“ segir Halldór Jón.
Markaðs- eða einkavæðing húsnæðislánakerfisins hefur
verið mörgum mikið áhugamál og í ársbyrjun kynntu SBV
nokkrar leiðir til þess, skv. upplýsingum frá Guðjóni Rúnars-
syni, framkvæmdastjóra SBV: markaðsleið, yfirtökuleið og
verðbréfúnarleið. Markaðsleiðin miðast við að ríkið þrepi sig út
af húsnæðislánamarkaðnum með því að draga úr hámarksveð-
hlutfalli lánanna í áföngum. I yfirtökuleið er miðað við að bank-
arnir yfirtaki húsbréfalánin og veiti lán með ákveðnum
hámörkum og skilyrðum. Guðjón segir að í báðum tilfellum
geti ríkið komið til móts við lántakendur með vaxtagreiðslum
eða sambærilegum hætti ef ríkisábyrgð yrði afnumin. Verðbréf-
unarleiðin gengur út á að Ibúðalánasjóði verði breytt í verð-
bréfunarfyrirtæki sem sjái um endurljármögnun á húsnæðis-
lánum. Bankarnir veiti sjálfir lánin og annist öll samskipti við
viðskiptavini. I staðinn fengju þeir ákveðna þóknun. Hið nýja
48