Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 97
Matthías Matthíasson, forstöðumaður hjá Eimskip: „Það er alveg klárt mál að íþróttir og við-
skipti eiga mjög margt sameiginlegt og því vil ég meina að bakgrunnur minn í íþróttum hafi
einnig hjálpað mér mikið." Mynd Geir Ólafsson
FOLK
inn á handboltaferlinum var
tvímælalaust það að verða
Noregsmeistari í handbolta
með Elverum 1995. Síðasta
vetur þjálfaði ég meistara-
flokk kvenna hjá Stjörnunni.
Þrátt fyrir að þjálfunin sé tíma-
frek samhliða krefjandi starfi
er það á sama tíma ákveðin
afslöppun því maður skiptir
um umhverfi og er að gera
eitthvað allt annað í smá tíma.
Það er alveg klárt mál að
íþróttir og viðskipti eiga mjög
Matthías Matthíasson
hjá Eimskip
Efdr Vigdisi Stefánsdóttur
Eimskip er með umfangs-
mikla starfsemi víða um
lönd og í Englandi hefur
lengi verið rekin stór skrif-
stofa. Um mánaðamótin
júní/júlí tekur Matthías
Matthíasson, sem verið
hefur forstöðumaður sjávar-
útvegsþjónustu Eimskips,
við starfi forstöðumanns
Eimskips UK Ltd.
„Eg hlakka til að takast á
við nýtt og spennandi verk-
efni. Þrátt fyrir að starfsemi
okkar í Englandi byggi á flutn-
ingum og flutningatengdri
starfsemi, veit ég að þetta
starf er nokkuð ólíkt því starfi
sem ég gegni nú,“ segir
Matthías. „Skrifstofa okkar í
Englandi gegnir þýðingar-
miklu hlutverki gagnvart
Islandsmarkaði bæði fyrir inn-
flutning og útflutning, en í
Englandi eru m.a. mikilvægir
markaðir fyrir fiskafurðir frá
Islandi. Samtals starfa á
vegum Eimskips í Englandi
um 75 manns og eru þar m.a.
rekin tvö dótturfyrirtæki Eim-
skip UK sem starfa við flutn-
ingsmiðlun í flugi og landflutn-
inga. Starfsstöðvar Eimskips í
Englandi eru samtals fimm.
Þó svo að hlutverkið gagnvart
Islandsmarkaði sé kjarni starf-
seminnar þá er önnur flutn-
ingaþjónusta mjög ríkur
þáttur í starfseminni enda er
u.þ.b. helmingur af veltu Eim-
skip UK tengdur öðrum verk-
efiiurn en þeim sem við koma
Islandsmarkaði."
Matthías hefur starfað hjá
Eimskip bæði á skrifstofum
og í flutningamiðstöð sam-
hliða námi frá 1983. Hann var
fastráðinn sem sölufulltrúi í
innflutningsdeild í ágúst 1996
og varð sölustjóri í sölu milli-
landaflutninga 1. október
1997. Við skipulagsbreytingar
þann 1. apríl 2001 tók
Matthías við starfi forstöðu-
manns bíla- og tækjaþjónustu.
Matthías hefur gegnt starfi
forstöðumanns í sjávarútvegs-
þjónustu frá júlí 2001.
Eg hef varla unnið annars
staðar en hjá Eimskip en ég
hófstörfhjáfyrirtækinu 1983,
þá 16 ára. Ég byrjaði í lönd-
unargengi, var síðan nokkur
ár í vöruhúsunum í gáma-
tæmingu og á lyftara og sem
verkstjóri áður en ég byrjaði
að leysa af sem sölumaður í
innflutningsdeild 1992. Sú
reynsla af starfsemi félagsins,
sem ég öðlaðist við þetta,
hefur gagnast mér mjög vel,
það sem ég lærði um starf-
semina á þessum árum lærir
maður hvergi betur en með
því að prófa það sjálfur."
Matthías er stúdent frá
Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti og lauk B.S. gráðu í
íþróttafræði frá háskólanum í
Hedmark, Noregi árið 1996.
Hann tók þátt í starfsþróunar-
verkefni á vegum Eimskips
2000-2001 en markmið þess
var að auka hæfni þátttakend-
anna til að takast á við ný
verkefni og störf á hveijum
tíma. Um var að ræða alhliða
stjórnendaþjálfun og aðra
jyálfun tengda flutninga-
fræðum og fyrirtækjabrag
Eimskips.
„Ég hef alltaf verið mikið
fyrir íþróttir og spilaði lengi
handbolta með IR,“ segir
hann. „Eftir að ég kom heim
frá námi þjálfaði ég meistara-
flokk IR í tvö ár en hápunktur-
margt sameiginlegt og því vil
ég meina að bakgrunnur
minn í íþróttum hafi einnig
hjálpað mér mikið. Ég
minnist oft gullkorns sem ég
heyrði hjá Svala Björgvins-
syni: „íþóttir og viðskipti eru
mjög lik, eini munurinn er sá
að maður er í jakkafötum í við-
skiptum en í stuttbuxum í
íþróttum. Mér finnst mikið til
í þessu því að markmiðið er jú
það sama, þ.e. að sigra.“
Matthías segist eiga sér
mörg áhugamál en flest
tengjast íþróttum á einn eða
annan hátt. „Ég smitaðist af
golfbakteríunni fyrir mörgum
árum en hef því miður haft
mjög takmarkaðan tíma fyrir
það undanfarin ár en ég geri
mér þó vonir um að það getí
breyst í Englandi enda golf-
hefðin rik þar á bæ. Þá höfum
við fjölskyldan mjög gaman af
því að ferðast saman og
höfum við í auknum mæli
ferðast innanlands undan-
farin ár. Einnig höfúm við
verið dugleg við að fara og
slaka á í sundi, þ.e. við for-
eldrarnir slökum á en strák-
arnir fá útrás.“ 33
97