Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 96

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 96
Helena Hilmarsdóttir, forstöðumaður skráningasviðs Kauphallar íslands. Helena Hilmarsdóttir, Kauphöll íslands Efdr Vigdísi Stefánsdóttur Kauphöll Islands er nýflutt í nýtt húsnæði við Laugaveg 182 og hefur þar, ásamt Verðbréfa- skráningu Islands, til umráða eina hæð. Starfsmenn eru 21 og af þeim eru 8 starfandi á skráningarsviði. „Skráningarsvið Kaup- hallarinnar sér um skráningu verðbréfa fyrirtækja,“ segir Helena Hilmarsdóttir, for- stöðumaður skráningarsviðs. „I því felst þjónusta við fyrir- tækin sem eru skráð í Kaup- höllinni eða hyggja á skrán- ingu og eins þá aðila sem eru hér með skráð skuldabréf. Meðal þess sem við sinnum er yfirlestur skráningarlýs- inga og samþykkt þeirra, bæði þegar fyrirtækin koma ný inn á markað og þegar þau gefa út nýtt hlutafé, t.d. vegna samruna við annað fyrirtæki eða útboðs á hlutafé. Sviðið sér einnig um að senda út allar fréttatilkynningar sem hingað berast frá skráðum félögum í samræmi við skyldur þeirra til að sinna upplýsingagjöf til markaðar- ins. Þessar tilkynningar birtast á heimasíðu Kaup- hallarinnar og einnig hjá ýmsum upplýsingaveitum sem flalla um verðbréfamark- aðinn. Starf mitt er fólgið í um- sjón með þessum þáttum auk ýmissa annarra verkefna, s.s. vinnu við reglur Kauphallar- innar, bæði eigin reglur og sameiginlegar reglur NOREX kauphallanna, sem eru kaup- hallirnar á Norðurlöndum.“ Helena er Vestmanna- eyingur að ætt og uppruna en stundaði nám við Mennta- skólann að Laugarvatni. Þaðan fór hún yfir í Háskóla Islands þar sem hún lærði viðskiptafræði. „Eg fann það að reikningsskil áttu vel við mig og með náminu á ijórða ári fór ég að vinna hjá Lög- giltum endurskoðendum hf., sem seinna sameinuðust Deloitte & Touche.“ Eftir þriggja ára vinnu sem viðskiptafræðingur tók Helena löggildingapróf í endurskoðun. „Árið 1997, eftir 10 ár starf í endurskoð- uninni, fór ég til Islandsbanka um nokkrra mánaða skeið en færði mig fljótlega til Kaup- hallarinnar, sem hét reyndar Verðbréfaþing Islands á þeim tíma,“ segir Helena. „Maður- inn minn, Hjörleifur Pálsson, er einnig endurskoðandi að mennt en gegnir starfi fram- kvæmdastjóra hjá Össuri. Það er talsvert um að endur- skoðendur gegni öðrum störfum og þá sérstaklega konur í stéttinni en þær eru aðeins um 15-20% hennar.“ Með þijú börn og kreij- andi starf er ekki mikill tími aflögu fyrir tómstundastarf en Helena segist nota þann tíma sem gefst, vel. ,ýVuðvitað fer mest af tíma mínum og okkar beggja í að sinna heimili og fjölskvldu," segir hún. „Við eigum góða að varðandi barnagæsluna og það kemur sér oft vel þegar vinnudagurinn er langur." Af áhugamálum segir Helena ferðalög innanlands ofarlega á lista og að þau hafi ferðast um landið vítt og breitt, með tjald eða fellihýsi. „Við látum okkur reyndar ekki nægja að ferðast innan- lands með fellihýsið heldur fórum við í mjög skemmti- legan Norðurlandatúr með það sumarið 2000. Við sendum fellihýsið og bílinn með skipi og flugum sjálf á eftir. Kosturinn við það að vera með eigið fellihýsi á slíkum ferðum er fyrst og fremst sá að við getum pakkað niður því sem hentar og þekkjum allt sem í því er. Flugferðir eru orðnar mun ódýrari en áður og þægilegt að fara í svona ferðalög." Heima við er garðvinna, sund og lestur á áhugasviðinu en Helena segist vera alæta á bækur og lesa allt frá reyf- urum til fræðibóka, allt eftir því hvernig landið liggur. SB 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.