Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 96

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 96
Helena Hilmarsdóttir, forstöðumaður skráningasviðs Kauphallar íslands. Helena Hilmarsdóttir, Kauphöll íslands Efdr Vigdísi Stefánsdóttur Kauphöll Islands er nýflutt í nýtt húsnæði við Laugaveg 182 og hefur þar, ásamt Verðbréfa- skráningu Islands, til umráða eina hæð. Starfsmenn eru 21 og af þeim eru 8 starfandi á skráningarsviði. „Skráningarsvið Kaup- hallarinnar sér um skráningu verðbréfa fyrirtækja,“ segir Helena Hilmarsdóttir, for- stöðumaður skráningarsviðs. „I því felst þjónusta við fyrir- tækin sem eru skráð í Kaup- höllinni eða hyggja á skrán- ingu og eins þá aðila sem eru hér með skráð skuldabréf. Meðal þess sem við sinnum er yfirlestur skráningarlýs- inga og samþykkt þeirra, bæði þegar fyrirtækin koma ný inn á markað og þegar þau gefa út nýtt hlutafé, t.d. vegna samruna við annað fyrirtæki eða útboðs á hlutafé. Sviðið sér einnig um að senda út allar fréttatilkynningar sem hingað berast frá skráðum félögum í samræmi við skyldur þeirra til að sinna upplýsingagjöf til markaðar- ins. Þessar tilkynningar birtast á heimasíðu Kaup- hallarinnar og einnig hjá ýmsum upplýsingaveitum sem flalla um verðbréfamark- aðinn. Starf mitt er fólgið í um- sjón með þessum þáttum auk ýmissa annarra verkefna, s.s. vinnu við reglur Kauphallar- innar, bæði eigin reglur og sameiginlegar reglur NOREX kauphallanna, sem eru kaup- hallirnar á Norðurlöndum.“ Helena er Vestmanna- eyingur að ætt og uppruna en stundaði nám við Mennta- skólann að Laugarvatni. Þaðan fór hún yfir í Háskóla Islands þar sem hún lærði viðskiptafræði. „Eg fann það að reikningsskil áttu vel við mig og með náminu á ijórða ári fór ég að vinna hjá Lög- giltum endurskoðendum hf., sem seinna sameinuðust Deloitte & Touche.“ Eftir þriggja ára vinnu sem viðskiptafræðingur tók Helena löggildingapróf í endurskoðun. „Árið 1997, eftir 10 ár starf í endurskoð- uninni, fór ég til Islandsbanka um nokkrra mánaða skeið en færði mig fljótlega til Kaup- hallarinnar, sem hét reyndar Verðbréfaþing Islands á þeim tíma,“ segir Helena. „Maður- inn minn, Hjörleifur Pálsson, er einnig endurskoðandi að mennt en gegnir starfi fram- kvæmdastjóra hjá Össuri. Það er talsvert um að endur- skoðendur gegni öðrum störfum og þá sérstaklega konur í stéttinni en þær eru aðeins um 15-20% hennar.“ Með þijú börn og kreij- andi starf er ekki mikill tími aflögu fyrir tómstundastarf en Helena segist nota þann tíma sem gefst, vel. ,ýVuðvitað fer mest af tíma mínum og okkar beggja í að sinna heimili og fjölskvldu," segir hún. „Við eigum góða að varðandi barnagæsluna og það kemur sér oft vel þegar vinnudagurinn er langur." Af áhugamálum segir Helena ferðalög innanlands ofarlega á lista og að þau hafi ferðast um landið vítt og breitt, með tjald eða fellihýsi. „Við látum okkur reyndar ekki nægja að ferðast innan- lands með fellihýsið heldur fórum við í mjög skemmti- legan Norðurlandatúr með það sumarið 2000. Við sendum fellihýsið og bílinn með skipi og flugum sjálf á eftir. Kosturinn við það að vera með eigið fellihýsi á slíkum ferðum er fyrst og fremst sá að við getum pakkað niður því sem hentar og þekkjum allt sem í því er. Flugferðir eru orðnar mun ódýrari en áður og þægilegt að fara í svona ferðalög." Heima við er garðvinna, sund og lestur á áhugasviðinu en Helena segist vera alæta á bækur og lesa allt frá reyf- urum til fræðibóka, allt eftir því hvernig landið liggur. SB 96

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.