Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 37
Sameiningin Styrkir Þórður telur að sameining norrænu kauphallanna muni styrkja íslenskan markað ef af henni verður. Þó að sama viðskiptakerfið sé í notkun og aðildarreglurnar séu þær sömu þá eigi enn eftir að stíga skrefið til fulls þannig að kauphallirnar vinni allar sem ein kauphöll. Það sé útfærsluatriði hvort það gerist með þeinum samruna, eins og til dæmis í Svíþjóð og Finnlandi, eða hvort kauphallirnar starfi sjálfstætt innan samstarfssamnings sem geri þeim það kleift. „Við erum að fara yfir þetta núna í norsku, dönsku og íslensku kauphöll- inni. Það verður Norex sljórnarfundur í lok júní þar sem þetta verður tekið fyrir og síðan munu stjórnir kauphallanna ijalla um það hver fyrir sig hvernig útfærslan verður nákvæmlega. Þegar kauphallirnar fara að vinna sem ein kauphöll þá kemur það til með að styrkja gríðarlega markaðinn hér því að fyrirtæki sem skráir sig í kauphöllina hér verður um leið skráð í Osló, Stokk- hólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki," segir hann. - Hvaða áhrif hefur hetta á gengi bréfanna? „Þetta mun hafa góð áhrif á bréfin í fyrirtækjunum og styrkja verðmyndunina því að fleiri þátttakendur verða á markaðnum hér. Þetta mun verða til góðs að mínu viti og styrkja íslenskan markað. Við höfum reyndar fyrirtæki sem er skráð bæði hér og í Stokk- hólmi, t.d. Kaupþing, en þetta þýðir fyrir þessi fyrirtæki að skráning hér er um leið skráning í hinum kauphöllunum og það lækkar viðskiptakostnað og þess háttar þannig að þetta er mjög til hagsbóta fyrir innlenda tjárfesta og fyrirtæki þegar af þessu verður,“ svarar Þórður. B3 Þróunin á Wall Street Sú þróun hjá almenningshlutafélögum að fara af markaði er ekki bundin við ísland, þvert á móti fer hún mjög vax- andi á Wall Street. í bandaríska viðskiptatímaritinu Fortune hefur mátt sjá að vel þekkt félög hafa skráð sig af markaði á sl. tveimur árum. Samtals 50 afskráningar áttu sér stað árið 1999 og var það allt að 138% aukning frá árinu áður. Hundruð félaga til viðbótar eru að velta fyrir sér afskráningu. Þetta eru ekki íjáriiagslega veikburða félög eða þeim illa stjórnað enda hefðu ijármögnunarijárfestar tæpast áhuga á að fjármagna yfirtöku og afskráningu ef svo væri. Þarna eru aðrar ástæður að baki, t.d. ekki nógu hraður vöxtur og því tekst ekki að vekja athygli greiningaraðila eða ijárfesta á markaði og því verða ekki nógu tíð viðskipti með bréfin. Afskráning getur í mörgum tilfellum aukið verðmæti hlutabréfa og ijármagnað langtímastefnu fyrirtækisins. B3 Þrjár ástæður afskráninga 1 Lítil fyrirtæki - of mikill kostnaður fylgir skráningu. 2 Þröngt eignarhald, sem m.a. kann að stafa af valdabaráttu um yfirráð félaga og þ.a.l. takmarkaður ávinningur af skráningu. 3 Samruni félaga og annað þeirra skráð af markaði. B3 Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Bykó. Geturheft að vera á markaði Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Bykó og einn aðaleig- andi þess félags, hefur valið að vera ekki með sitt fyrir- tæki á markaði, m.a. vegna þeirrar ríku upplýsingaskyldu sem hvílir á skráðum félögum. Hann telur að miklar skrif- finnskukröfur séu á markaði - og þar á hann við upplýsinga- skylduna. Menn verði að gera sér glögga grein fyrir því áður en lagt er af stað á markað. Ef félagið eigi að vera raun- verulegt markaðsfyrirtæki þurfi eignaraðildin að vera bæri- lega dreifð og oft vanti talsvert upp á það. Jón Helgi telur að þróunina undanfarið megi rekja til þess að mörg félög hafi ekki þá dreifðu eignaraðild sem sé forsenda fyrir því að fyrirtæki séu markaðshæf. „Markaðurinn hér er grunnur enda tiltölulega fá fyrir- tæki sem standa undir því að teljast vera markaðsfyrirtæki," segir Jón Helgi og telur kröfur markaðarins á hendur almenningshlutafélögum vera skammtímatengdari en þegar um einkahlutafélög er að ræða. „Krafan um skjótan hagnað er hörð á markaðnum. Markmiðin verða meiri skammtímamarkmið og það breytir eðli hlutafélaganna svolítið. Markmið þeirra verða önnur og kannski meiri og harðari skammtímamarkmið en annars væri. Eg held að félög sem fara á markað hafi það aðalmarkmið að geta nálgast eigið fé í uppbyggingu í stað þess að taka lán. Þetta eru oft fyrirtæki í hraðri uppbyggingu sem leita á markað í stað þess að sækja lánsfé sem getur sett mönnum ákveðnar skorður. Svo er hitt að í sumum tilvikum geta komið upp kynslóðaskipti og menn ákveðið að fara á markað á grund- velli þess að það er enginn einn sterkur eigandi heldur ijöl- skylda sem vill losna út úr fyrirtækinu. Ef þessi tvö atriði eru ekki til staðar þá held ég að það hefti fyrirtækin að vera á markaði.“S3 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.