Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 82
Sumarið er tíminn
Icelandair:
Aukning á Netinu
Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri sölusviðs lcelandair á
íslandi. Vinsælt hefur verið að bóka flug og bíl til Frankfurt í
sumar og svo njóta sumarhús í Danmörku einnig mikilla vin-
sæida. Mynd: Geir Ólafsson
Þetta lítur sæmilega út. Bókanir
í utanlandsflug eru reyndar
frekar seint á ferðinni en þær
eru álíka og í fyrra. Bókanir á Net-
inu hafa verið að aukast mjög mikið
og við erum að bóka allt upp í helm-
ing á Netinu. Fyrstu flóra mánuðina
í ár er aukningin á Netinu 315 pró-
sent miðað við sama tíma í fyrra og
það er auðvitað mjög gott,“ segir
Þorvarður Guðlaugsson, svæðis-
stjóri sölusviðs Icelandair á Islandi.
Bókanir í utanlandsflug hjá
Icelandair voru álíka margar,
kannski örlítil aukning, jyrstu jjóra
mánuði ársins og á sama tíma í
jyrra. Búist er við aukningu í utan-
landsferðum upp á 5-6 prósent. Um
helmingur allra bókana á sér stað á
Netinu.
Heimsækja ættingja og Vini Icelandair gaf í vor út kynn
ingarbækling um sumarferðirnar, Ut í heim, sem gildir fram
á haustið. Þar er fjallað um það helsta sem boðið er upp á,
t.d. flug og bíl á meginlandið.
Flogið er til Frankfurt í Þýskalandi
en þaðan er stutt í allar áttir. „Það er
mjög vinsælt og bókast vel,“ segir
Þorvarður, „einnig til Skandinavíu,
Kaupmannahafnar og London.
Margir vilja fara í sumarhús í
Skandinavíu eða heimsækja ætt-
ingja og vini í Kaupmannahöfn."
Verð á flugi og hóteli í Banda-
ríkjunum er mjög lágt um þessar
mundir enda lágt gengi á Banda-
ríkjadal eftir hryðjuverkin 11. sept-
ember 2001 og innrásina í Irak. Bandaríski markaðurinn
segir Þorvarður að sé að taka við sér og hann bendir á að
Flugleiðir standi fyrir ferðum til New York í sumar og haust,
t.d. verði sérferðir í haust með fararstjóra þar sem farið
verður gangandi um Manhattan. Tilvalið sé að fara til borgar-
innar til að sjá breytingarnar sem þar hafa orðið.
Rolling Stones I Prag Icelandair býður upp á tvær flug-
ferðir til Mílanó á Italíu í sumar en Italía hefur verið mjög vin-
sæl hjá íslenskum ferðamönnum undanfarin ár. Barcelona
hefur einnig notið mikilla vinsælda og er nánast fullbókað í
flug þangað. Ferðalög til baltnesku landanna hafa notið sívax-
andi vinsælda og hefur Icelandair boðið upp á flug og sér-
ferðir þangað. Því verður haldið áfram í sumar og haust.
Boðið verður upp á tónleika með Rolling Stones í Prag í júlí
og síðan verða t.d. sérferðir til Helsinki með beinu flugi í lok
september og byrjun október. Sankti Pétursborg nýtur gífur-
legra vinsælda sem ferðamannastaður og verður boðið upp á
nokkrar ferðir þangað í haust.
- Eruð þið að gera meira út á ferðir í austurveg? „Nei, í
rauninni ekki. Við höfum kannski aukið það aðeins með
beinu flugi til Helsinki og tengt það við Eystrasaltslöndin og
Pétursborg. Við erum líka með góða samninga við SAS flug-
félagið og höfum nýtt okkur það. Annars erum við aðallega að
leggja áherslu á okkar áfangastaði, bæði flug og gistingu og
flug og bíl.
Auk hefðbundinna ferða eins og t.d. á jólamarkaðinn í
Frankfurt í lok nóvember eða desember í haust verður
boðið upp á ýmsar nýjungar. I vetrarbæklingnum, sem
kemur út í lok júlí, verður m.a. boðið upp á ferðir til Namibíu
og hugsanlega Kosta Rika - sú ferð verður að minnsta kosti
á Netinu. Einnig ferðir til New York með fararstjóra og
Sankti Pétursborgar fyrir utan ýmis nettilboð, flug og pakka-
ferðir, körfuboltaferðir, ferðir á Formúlu-keppnina og aðrar
uppákomur." 33