Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 82

Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 82
Sumarið er tíminn Icelandair: Aukning á Netinu Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri sölusviðs lcelandair á íslandi. Vinsælt hefur verið að bóka flug og bíl til Frankfurt í sumar og svo njóta sumarhús í Danmörku einnig mikilla vin- sæida. Mynd: Geir Ólafsson Þetta lítur sæmilega út. Bókanir í utanlandsflug eru reyndar frekar seint á ferðinni en þær eru álíka og í fyrra. Bókanir á Net- inu hafa verið að aukast mjög mikið og við erum að bóka allt upp í helm- ing á Netinu. Fyrstu flóra mánuðina í ár er aukningin á Netinu 315 pró- sent miðað við sama tíma í fyrra og það er auðvitað mjög gott,“ segir Þorvarður Guðlaugsson, svæðis- stjóri sölusviðs Icelandair á Islandi. Bókanir í utanlandsflug hjá Icelandair voru álíka margar, kannski örlítil aukning, jyrstu jjóra mánuði ársins og á sama tíma í jyrra. Búist er við aukningu í utan- landsferðum upp á 5-6 prósent. Um helmingur allra bókana á sér stað á Netinu. Heimsækja ættingja og Vini Icelandair gaf í vor út kynn ingarbækling um sumarferðirnar, Ut í heim, sem gildir fram á haustið. Þar er fjallað um það helsta sem boðið er upp á, t.d. flug og bíl á meginlandið. Flogið er til Frankfurt í Þýskalandi en þaðan er stutt í allar áttir. „Það er mjög vinsælt og bókast vel,“ segir Þorvarður, „einnig til Skandinavíu, Kaupmannahafnar og London. Margir vilja fara í sumarhús í Skandinavíu eða heimsækja ætt- ingja og vini í Kaupmannahöfn." Verð á flugi og hóteli í Banda- ríkjunum er mjög lágt um þessar mundir enda lágt gengi á Banda- ríkjadal eftir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001 og innrásina í Irak. Bandaríski markaðurinn segir Þorvarður að sé að taka við sér og hann bendir á að Flugleiðir standi fyrir ferðum til New York í sumar og haust, t.d. verði sérferðir í haust með fararstjóra þar sem farið verður gangandi um Manhattan. Tilvalið sé að fara til borgar- innar til að sjá breytingarnar sem þar hafa orðið. Rolling Stones I Prag Icelandair býður upp á tvær flug- ferðir til Mílanó á Italíu í sumar en Italía hefur verið mjög vin- sæl hjá íslenskum ferðamönnum undanfarin ár. Barcelona hefur einnig notið mikilla vinsælda og er nánast fullbókað í flug þangað. Ferðalög til baltnesku landanna hafa notið sívax- andi vinsælda og hefur Icelandair boðið upp á flug og sér- ferðir þangað. Því verður haldið áfram í sumar og haust. Boðið verður upp á tónleika með Rolling Stones í Prag í júlí og síðan verða t.d. sérferðir til Helsinki með beinu flugi í lok september og byrjun október. Sankti Pétursborg nýtur gífur- legra vinsælda sem ferðamannastaður og verður boðið upp á nokkrar ferðir þangað í haust. - Eruð þið að gera meira út á ferðir í austurveg? „Nei, í rauninni ekki. Við höfum kannski aukið það aðeins með beinu flugi til Helsinki og tengt það við Eystrasaltslöndin og Pétursborg. Við erum líka með góða samninga við SAS flug- félagið og höfum nýtt okkur það. Annars erum við aðallega að leggja áherslu á okkar áfangastaði, bæði flug og gistingu og flug og bíl. Auk hefðbundinna ferða eins og t.d. á jólamarkaðinn í Frankfurt í lok nóvember eða desember í haust verður boðið upp á ýmsar nýjungar. I vetrarbæklingnum, sem kemur út í lok júlí, verður m.a. boðið upp á ferðir til Namibíu og hugsanlega Kosta Rika - sú ferð verður að minnsta kosti á Netinu. Einnig ferðir til New York með fararstjóra og Sankti Pétursborgar fyrir utan ýmis nettilboð, flug og pakka- ferðir, körfuboltaferðir, ferðir á Formúlu-keppnina og aðrar uppákomur." 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.