Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 49
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla Islands. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri SBV. Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningar- deildar Landsbanka íslands. Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og formaður SBV. verðbréfunarfyrirtæki myndi kaupa bréfin aftur og gefa út almenn skuldabréf á móti sem yrðu seld á markaði eins og húsbréfin. Að sögn Guðjóns hreyfir þessi leið ekki við ríkis- ábyrgðinni en SBV hafi áður lýst yfir að skynsamlegra sé að opinber aðstoð við húskaupendur fari fram gegnum skattkerfið, t.d. með vaxtabótum. Með verðbréfaleiðinni sé hins vegar stigið skref til einkavæðingar. Svo megi hugsa sér að einkavæða íyrir- tækið í framtíðinni. Að sögn Guðjóns er mikilvægt að ríkisvaldið stígi hægt og varlega til jarðar varðandi aukningu lánanna og fari jafnframt að stíga raunhæf skref í þá átt að hverfa af þessum markaði þannig að íslenskur fjármálamarkaður búi við sambærilegt fyrirkomulag og í öllum nágrannalöndunum. Ræða leiðirnar betur Halldór Jón riijar upp að víðtæk sátt hafi verið um séreignastefnu í húsnæðismálum á Islandi frá því í stríðslok og að stjórnvöld styðji með aðgerðum þá stefnu að sér- staklega ungt og efnaminna fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Hann tekur fram að veðlán á fyrsta veðréttí við hvert húsnæði séu almennt miðuð við ákveðin mörk, t.d. 70%, og segir að tapáhættan á slíkum útlánum séu ekki mikil. Hann bendir á ýmsar leiðir tíl lausnar. í Bretlandi sé t.d. algengt að lántakandinn sé látinn kaupa greiðslufallstryggingu fyrir mis- muninum, þ.e. upp í 90% í þeim tilfellum þar sem lán séu t.d. með 70% veðhlutföllum. Hann segir einnig að ríkið geti veitt afmarkaða ábyrgð vegna slikra veðlána, t.d. á vegum bankanna, eða komið tíl móts við vaxtakostnað tíltekinna tekjuhópa með skattalegum aðgerðum. „Yið teljum að það þurfi að ræða betur hvaða leiðir eigi að fara þannig að hægt sé að færa þessa fjármálaþjónustu yfir í banka- kerfið. Þetta eru umbætur sem fijáls markaður hefur komið Jram með í öllum öðrum Evrópuríkjum og þannig ættí það einnig að vera hér,“ segir hann og kveðst fagna öllum aðgerðum Óvissa framundan Óvissa er framundan á fasteignamarkaði. Greiningardeild Landsbankans telur að fasteignaverð muni hækka um 10- 15% ef tillögur félagsmálaráðherra nái fram að ganga og það geti dregið úr ávinningi af breytingum. Þetta geti leitt til þess að stór hluti neyslulána verði með ríkisábyrgð. Styrkingu krónunnar sé lokið í bili og gengið sveiflist á þröngu bili á næstunni. Fyrirsjáanlegt sé að yfirverð á hús- bréfum eigi eftir að hækka og verða um 5% við árslok. S3 til að auka skráningu á og fá húsbréf skráð í erlendum uppgjörs- bönkum. Hann er sömuleiðis ánægður með hugmyndir um að reyna að glæða áhuga erlendra Jjárfesta á húsbréfum. „En þá þarf líka að gera nokkrar breytingar á húsbréfunum, aðallega að taka út það sem ekki er staðlað, Ld. útdrátt á bréfum og einnig uppgreiðsluheimild án gjaldtöku. Þetta er það sem hefur helst torveldað markaðssetningu á bréfunum," segir hann. Rýll góðan ásetning Aukning ríkistryggðra lána getur valdið þenslu, m.a. hækkun á íbúðaverði sem aftur leiðir til hærri verðbólgu, hærri vaxta og hærri verðtryggðra útlána. Við því hefur verið varað á síðustu vikum að þetta getí rýrt þann góða ásetning sem býr að baki tillögum félagsmálaráðherra. Halldór Jón telur að með markaðsvæðingu húsnæðislánakerfisins muni vöruþróun eiga sér stað og ný form húsnæðislána kæmu tíl, t.d. að vextír á endurgreiðsluferli væru til 20-30 ára en lán með skammtímavöxtum tíl t.d. fimm ára í senn þannig að vaxtakjörin væru ekki fest tíl jafn langs tíma og hér er gert. Kosturinn við ríkisrekið húsnæðiskerfi fyrir lántakandann er að vextir hafa verið niðurgreiddir en ókostirnir eru þeir að engin vöruþróun hefur verið og því fjölbreytileikinn enginn. Undir þetta er tekið í skýrslu sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál, þar segir að til að tryggja samkeppnishæfni innlendrar iramleiðslu og verðlags í saman- burði við önnur lönd yfir langt tímabil mikillar eftirspurnar reyni fyrst og fremst á ríkisfjármála- og kerfisumbótastefiiu stjórnvalda. I þessu sambandi varar sendinefndin við hug- myndum um útiánaaukningu Ibúðalánasjóðs sem gætí grafið undan lausafjárstýringu Seðlabankans, valdið hærri raun- vöxtum og raungengi og hækkað íbúðaverð ef henni væri ekki haldið innan strangra marka. 35 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.