Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN
„Hvítllibbarnir sleppa alltaf!"
„Hvítflibbai'nir sleppa alltafl" Það þarf ekki að fara
mörg ár aftur í tlmann til að finna út að það var
útbreidd skoðun almennings hér á landi að innan
fyiirtækja kæmust hvitflibbai-nir, þ.e. stjórnendur og
skrifstofufólk, upp með sína glæpi á meðan lögreglan
væri að eltast við smákrimma með kúbein sem
brytust í ölæði inn í verslanir og hefðu eitthvað smá-
ræði upp úr krafsinu. Eflaust var ýmislegt til í þessu.
Fréttir um íjárdrátt þykja móralskt slæmar og neyðar-
legar fyrir viðkomandi fyrirtæki. Eitthvað sem yfir-
menn og starfsmenn skammast sín hálfpai'tinn fyrir. Sumir hafa
þá skoðun að það séu ekki hagsmunir fyrirtækjanna að svona mál
séu í kastljósi fjölmiðla því þau skaði ímyndina og að almenningur
tengi þau jafnan við óreiðu. Eflaust er margt til í sögusögnum á
ái'um áður um Jjárdrátt og annan þjófnað starfsmanna sem komst
upp en var ekki kærður til lögreglunnar. Að farið hafi verið með
svona mál sem innanhússmál þar sem þjófarnir voru reknir, en
ekki kærðir, og almenningur fékk ekkert að vita.
Hvítflibbarnir Sleppa ekki Núna eru breyttir tímar. í hverjum
fréttatímanum af öðrum verður fólk vitni að rannsókn lögreglu á
svonefndum hvítflibbabrotum. Fjárdrátturinn hjá Símanum og
gæsluvarðhald tjögurra ungra manna í kjölfarið, m.a. þeirra Arna
Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ra. Kristjánssonar, frumheijanna á
Skjá einum, ber auðvitað hæst. Hann er stórþjófnaður og á ekkert
skylt við eitthvert viðskiptasiðferði sem er á mörkunum. Forstjóri
Símans á hrós skilið fyrir þær ítarlegu upplýsingar sem hann
hefur sent frá sér til að upplýsa aimenning.
Símamálið var hins vegar rétt að hefja sig til flugs þegar greint
var frá rannsókn sænsku lögreglunnar þar sem sex menn, þar af
fimm íslendingar búsettir erlendis, væru grunaðir um innheija-
svik í tengslum við yfirtöku Kaupþings á JP Nordiska sl. sumar.
Kaupþing er ekki til rannsóknar og virðist raunar vera þolandi í
málinu. Þegar við bætast fréttir um lögreglurannsókn hjá Baugi,
um allsheijar rannsókn á skattamálum helsta eiganda Norður-
ljósa, Jóns Olafssonar, ijölmennar innrásir lögreglu og Sam-
keppnisstofnunar í þekkt stórfyrirtæki, eins og oliu-
félögin, og síðast en ekki síst svikin í kringum
Enron og WorldCom í Bandaríkjunum, er engin
furða þótt almenningur spyiji sig hvort það séu
ekkert nema glæpamenn, sem stýri fyrirtækjum.
Auðvitað er svo ekki. Stjórnendur fyrirtækja eru í
það heila heiðarlegir og fara að settum reglum.
Hasar og gassagangur Enginn getur haldið því
fram lengur að hvítflibbabrot séu feimnismál sem
rati aldrei í flölmiðla. Ef eitthvað er má velta því fyrir sér hvort
lögregla og samkeppnisyfirvöld beití of miklum hasar og gassa-
gangi við rannsókn meintra hvitflibbabrota. Þá er ég ekki að tala
um þjófnað í fyrirtækjum, eins og Jjárdráttinn hjá Símanum.
Gagnrýnt hefur verið hvað Samkeppnisstofnun fer fram með
miklum gauragangi inn í fyrirtæki í leit að skjölum. Sveitir
lögreglumanna, gráar fyrir járnum, ryðjast inn í fyrirtæki og það
vantar nánast ekkert nerna að þyrlur sveimi yfir svæðinu. Þegar
gögn hafa verið tekin liða svo frekar ár en mánuðir þar til eitthvað
bólar á niðurstöðum rannsóknar - og hvort stofnunin hafi fundið
það sem hún leitaði að, hvort grunur hennar hafi reynst réttur.
Svo er komið, að aðferðafræðin við gagnaöflunina og tjölmiðla-
hasarinn í kringum hana dugir orðið tíl að stimpla Jyrirtækin sek.
Hvað t.d. ef grunur sænsku lögreglunnar reynist ekki á rökum
reistur og ekkert sannast fyrir dómstólum um ólögmæt innheija-
viðskiptí í tengslum við kaupin á JP Nordiska? Er þá bara nóg að
segja „sorifr? Bent hefur verið á það hvort ekki hefði dugað Jyrir
sænsku lögregluna að afla gagna með bréfasendingum og fyrir-
spurnum fremur en að setja upp leflait sem minnir á góðan trylli
frá Hollywood.
Hafi hvítflibbaglæpir einhvern tíma verið feimnismál sem
aldrei var sagt frá er það liðin tíð. Og í vissum tilvikum kann
aðferðafræði lögreglu við gagnaöflun að vera komin út í öfgar.
En stórþjófnað, eins og hjá Símanum, á að segja rækilega frá.
Hann er víti fyrir ungt fólk í viðskiptum að varast. 33
Jón G. Hauksson
£-23 tttt rr^ r / -i - r -j
L * -I
Stofiiuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 65. ár
Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur
Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson
auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir
BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir
UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
ÚTGEFANDI: HeimurM.
^ heimur
RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is
ÁSKRIFrARVERÐ: lrr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti.
LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr.
DREIFING: Heimurhf., sími 512 7575
PRENTVINNSLA: Gutenberghf.
UÓSMYNDIR: © Heimur lií. - Öll réttindi ásldlin varðandi efni og myndir
ISSN 1017-3544
6