Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 63
Sérðu fyrir þér að evran geti skotist fram úr Bandaríkjadal í heims- viðskiptum? „Nei, ég held ekki að evran fari fram úr Bandaríkjadal. Þegar til lengri tíma er litið munu bæði gjaldeyriskaupmenn og seðlabankar leita jafnvægis í viðskiptum sínum með þessa gjaldmiðla. En nei, ég held að evran komi ekki í staðinn fyrir dalinn, heldur að evran verði nokkurs konar félagi dalsins. Hlutverk evrunnar er undir evrulöndunum komið og gjald- miðlarnir gætu orðið jafnokar." ■ ■ 1 I f m SKOÐANIR BILL EMMOTTS... UM TONY BLAIR... Talandi um fiskveiðistefnu ESB, þá vekur það gremju í breskum sjávarútvegi að Spánverjar og Portúgalir eiga til dæmis aðgang að breskum miðum.Telur þú að það séu rök gegn því að íslendingar gangi í ESB? „Eg get ímyndað mér að einhveijir á Islandi segi sem svo að þeir vilji ekki búa við fiskveiðistefnu ESB. Þar á móti kemur að ef Islendingar sæktu um aðild þá væru fiskveiðimálin augljóslega lykilatriði. En það er ekki sjálfgefið að ísland geti ekki gerst aðilar að ESB vegna fískveiðistefnunnar, því það liggur í augum uppi að fiskveiðarnar eru lífsspursmál fyrir Island. Þess vegna er ljóst að þær væru miðlægt samnings- efni, líkt og olían var Bretum á sínum tíma. I þeim efnum hefðu Islendingar mikinn þunga.“ Álftur þú að það þjóni hagsmunum íslendinga að ganga í ESB? „Ekkert endilega. Smæðin ein sér skapar Islendingum ekki sjálfkrafa ástæðu til að ganga í ESB. Smæðin hefur ekki skaðað hingað til. Reynslan sýnir að lítil, sjálfstæð lönd geta vel komist af upp á eigin spýtur og smáríkjum hefur farið ijölgandi. Aðstæður Islendinga eru einstaklingsbundnar. Eina ástæðan fyrir því að Islendingar ættu að ganga í ESB er ef þeir sæju sér ótvíræðan hag að því, að það þjónaði hags- munurn þeirra.“ Ég var á ýmsum blaðamannafundum um þetta leyti í fyrra með fjár- málarýnum, til dæmis gúrú eins og Abby Cohen, sem spáðu því að á þriðja ársfjórðungi þess árs færi uppsveiflu að gæta. Eftir á hljómar þetta eins og endalaus óskhyggja, en hverju viltu spá um fram- vinduna í fjármálaheiminum? „Eg held reyndar að við eigum eftir að sjá væga uppsveiflu þegar líður á árið vegna fallandi olíuverðs, meðal annars vegna aukins framboðs á olíu frá Irak, en líka vegna útþenslu- stefnu Bandaríkjanna í gjaldeyris- og skattamálum. Neikvæðu áhrifin eru samdráttur í neyslu og verðhjöðnun í Þýskalandi og Japan, sem vissulega mun draga úr uppsveiflu en ekki gera hana að engu, held ég.“ Það er Ijóst að viðtal við ritstjóra Economist hlýtur að spanna mörg svið, þar sem þið látið mörg mál til ykkar taka, svo víkjum að innanrík- ismálum hér. Heldurðu að Blair, sem nú hefur verið forsætisráðherra í sex ár, muni slá met Margaret Thatchers, sem var forsætisráðherra í 11 ár, og líturðu á Gordon Brown fjármálaráðherra sem eina hugsanlega eftirmann hans? „Eg held hann slái Thatcher varla út, en hann gæti svona nokkurn veginn nálgast hennar valdatíma með því að vinna Bill Emmott þykir líklegt að þó að Tony Blair forsætis- ráðherra, sem nú hefur setið við völd í sex ár, muni varla slá met Margaret Thatchers, sem var við völd í 11 ár, geti hann nálgast metið - og andstætt því sem oft er sagt, þá er hann ekki viss um að Gordon Brown fjár- málaráðherra sé eini hugsanlega eftirmann hans? „Blair gæti svona nokkurn veginn nálgast valdatíma Thatchers með því að vinna þrennar kosningar. Hann á örugglega eftir að skemmta sér við að leggja í og sigra þriðju kosningarnar, sem þýddi þá að hann hefði verið um átta ár við völd. Hann mun þó varla leiða flokkinn í fjórðu kosningunum, sem gætu orðið um 2009, heldur hætta á þriðja kjörtímabilinu. Pólitísk staða hans hefur veikst og mun halda áfram að veikjast. Deilur um evruaðild og evrópsku stjórnar- skrána munu veikja hann og svo er Ijóst að almennt slítur tíminn valdamönnum út. Staða hans getur ekki þróast nema í þá átt að hún veikist - það liggur einfald- lega í hlutarins eðli. Það eru fjölmargir aðrir hugsanlegir arftakar en Brown. Það skiptir miklu hvernig næstu kosningar fara. Þó Verkamannaflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn í þinginu gæti hann veiklast svo að hann kysi að fara í stjórn með frjálslyndum demókrötum. Svo gæti Blair kastað sér út í þjóðaratkvæði um evruna að baki næstu kosninga og tapað og þá er það ekki endilega sjálfgefið lengur að Brown sé augljósasti arftakinn. Þar koma aðrir til sögu eins og David Blunkett innanríkisráðherra og Peter Hain írlandsráðherra." UM KONUNGDÆMIÐ... „Ég vildi sannarlega sjá konungdæmið aflagtl Ég skrifaði í grein 1994 að það ætti alla vega að halda þjóðarat- kvæðagreiðsla um framtíð konungsdæmisins þegar Elísabet drottning hætti. Ef fólk kysi þá konungdæmi þá er ekkert við því að segja, en það ætti að kjósa um það. Það er ekki vegna kostnaðarins sem ég er á móti kon- ungdæminu, heldur af því að erfðatitlar eru óviðeigandi 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.