Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 62
Það eru ekki mörg háhýsi sem keppa við The Economist bygginguna í St.
James' hverfinu við Piccadilly í miðborg Lundúna.
ekki verði sögð öll sagan um starfslokakjörin. Svona pukur á
ekki að vera hægt. Það á að kreijast þess að allur launa- eða
starfslokapakkinn sé upplýstur, hvaða nöfnum sem kjörin
nefnast og hvað sem í honum felst.“
Hvað með setu fulltrúa lífeyrissjóða í stjórnum fyrirtækja?
„Ég sé ekki nein hagsmunaátök þar ef sjóðirnir eru ekki lika
að flárfesta í lífeyrissjóði fyrirtækisins, selja þeim tryggingar
eða eru á einhvern hátt samtvinnaðir fyrirtækinu. Ef svo er, þá
er það ekki til fyrirmyndar."
Economist lætur víða skoðanir í Ijós, meðal annars á lögleiðingu eitur-
lyfja, sem kemur kannski einhverjum á óvart. Geturðu rakið hverjar eru
skoðanir ykkar í þeim efnum?
„Yið höfum lengi haft það grundvallarsjónarmið að leiðarljósi
að það komi ríkinu ekkert við hvernig hver og einn fer með
skrokkinn á sér, svo lengi sem maður skaðar ekki aðra með
atferli sínu. Það er óneitanlega ósamræmi í að mega drekka
áfengi og neyta tóbaks, en ekki hafa kókaín eða maijúana um
hönd. Þetta er auðvitað bara grundvallaratriði.
Af hveiju við svo tókum upp þetta efni helgast af því að við lít-
um svo á að framfylgd á banni við eiturlyfjum hati algjörlega
mistekist. Lögreglan hefur engan hemil á framboðinu og bann
Víkjum að Evrópumálunum, sem þið látið eðlilega
mikið til ykkar taka.Takmark Evrópusamrunans er
pólitísk sameining Evrópu. Er þessi samruni að
takast?
„Það hvort Evrópusamruninn sé að takast
eða ekki verður held ég ekki metið með því
að mæla hversu langt hann er kominn. Ég
held að það skipti engu máli. Mælikvarðinn á
það, hversu vel heppnaður samruninn er,
held ég að sé þær stofnanir, sem hafa orðið til
vegna hans og hveiju þær hafa fengið áorkað
á hinum ýmsu sviðum. Mælikvarðinn er að
það hefur mörgu góðu verið áorkað í Evrópu-
samstarfinu, sem hefði annars ekki gerst.
Dæmi um það er stefna í samkeppnis-
málum, sem er skilvirkari en ella hefði orðið
og sama gildir um aðgerðir gegn fákeppni og
reglur um ýmiss konar vörustaðla. Allt hefur
þetta átt þátt í að skapa og auka sameinaðan,
evrópskan markað. Það hefur lika tvímæla-
laust aukið vægi einstakra ESB-landa að þau
hafa til dæmis gert verslunarsamninga við umheiminn innan
vébanda Evrópusambandsins.
Hvað fiskveiðistefnu viðvíkur þá held ég líka að evrópsk
fiskveiðistefna hafi gefist vel. Ég er ekki viss um að það hefði
verið til blessunar hvað nýtingu fiskistofnanna varðar að hvert
land hefði farið sínar eigin leiðir. Það gildir kannski öðru máli
með ísland sökum landfræðilegrar einangrunar en það hefði
verið erfitt að stýra samliggjandi fiskimiðum landa eins og
Frakklands, Hollands og nágrannalandanna án Evrópusam-
bandsins. En það hafa vissulega líka verið gerð velheppnuð til-
tekt utan Evrópusamstarfsins og hreinsun Rinarfljóts, sem
aðliggjandi lönd tóku sig saman um, er gott dæmi um það.“
Kallar sameinaður markaður á eina mynt?
„Nei, ég álít ekki að svo sé. Almennt er ég andvígur því að
Evrópusamstarfið snúist um fastmótuð takmörk fyrir alla.
Aðildarþjóðirnar eiga að geta skipt um skoðun, ekki að forlög
þeirra allra séu njörvuð saman, heldur að hvert land geti
brugðist við eins og því hentar. Það er ekkert að því að vera
með eina mynt, en það er henni ekki til framdráttar að henni
sé komið á með þvingunum. Ég held að það séu mistök að
skipa löndum að taka allt upp og betra að hvert landi fái að
taka það sem það kýs.“
gerir ekkert annað en að auka gróða glæpa-
mannanna, sem á endanum hagnast á öllu
saman.
Hugmynd okkar er alls ekki að það eigi
bara að vera opin búð handa öllum. Mark-
aðurinn á ekki að vera opinn og sterkustu
lyfin eiga að vera undir ströngu eftirliti - við
erum ekki að tala um kókaínsölu í sjoppunni,
svo hver og einn geti prófað. Og það má ekki
gleyma fræðslu."
62