Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 40
Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, þykir fljótur að átta sig og veit hvert hann stefnir með sitt fyrirtæki. Hann er ákafamaður
mikill og mjög einbeittur í því sem hann gerir. Mynd: Geir Ólafsson
Rokkandi hestamaður
■ ngimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, er
Bsagður ákveðinn sem stjórnandi,
Bkreíjandi, fastur á sínu, fylginn sér en
þó réttlátur og duglegur að hrósa fólki.
Hann þykir sérlega vinnusamur, jafnvel
úr hófi. Hann hellir sér venjulega á
bólakaf í verkefnin og tekur hugsanlega
vinnuna inn á sig, eins og sagt er. Þetta
þykir þó hafa lagast með árunum. Ingi-
mar veit hvert hann stefnir með sitt
fyrirtæki og er fljótur að átta sig þegar
þörf krefur. Hann er mjög einbeittur í því sem hann gerir en á
það þó til að vera áhrifagjarn og verður þá mjög upptekinn af
því sem aðrir segja um tíma eða þar til hann fer aftur inn á sína
eigin braut. Hann þykir röskur og duglegur til vinnu, er jafnan
ræðinn, áhugasamur og skapgóður. Samstarfsmenn bera
honum vel söguna og segja að hann sé léttur, kátur og
skemmtilegur. Hann er afskaplega heiðarlegur maður, hrein-
skilinn, samviskusamur og metnaðargjarn og kemur ávallt til
dyranna eins og hann er klæddur. „Það er mjög þægilegt að
vinna með honum því að maður veit hvar maður hefur hann,
hann er svo hreinn og beinn,“ segir Anna María Siguijóns-
dóttir, tengill hjá Góðu fólki, sem starfaði með honum að
markaðsmálum hjá Pennanum.
Treður upp með Kaupásbandinu ingi
mar ólst upp í barnmörgu hverfi á
Sauðárkróki og lék þar ýmist knatt-
spyrnu eða veiddi á bryggjunum á
daginn. Hann féll vel inn í hópinn og
tranaði sér hvergi fram en snemma kom
í ljós hversu metnaðargjarn hann er.
Jósafat bróðir hans rifjar upp að þeir
bræðurnir hafi fengið sér hesta fyrst um
átta ára aldurinn og þá hafi strax komið
í ljós metnaður hjá Ingimar að ná langt.
Aðeins 12-13 ára gamall hafi hann verið farinn að keppa í elsta
flokki í hestamennsku og staðið sig mjög vel. Svipað hafi gilt
um tónlistina. Faðir þeirra hafi kennt þeim ungum á trommur
og Ingimar hafi strax sýnt áhuga á þeim. Hann hafi keypt sér
trommusett 12-13 ára gamall og verið kominn í hljómsveit í
gagnfræðaskóla. A þeim árum þurfti að fá undanþágu svo að
hann gæti spilað á böllum.
Ingimar starfaði við tamningar sem ungur maður og
vann þá m.a. fyrir Gunnar Dungal, forstjóra Pennans. Aður
en hann settist á skólabekk á Bifröst starfaði hann í frysti-
húsinu á Sauðárkróki á daginn og spilaði á böllum um
helgar. Ingimar hafði einnig tekjur af tónlistinni með námi
sínu í Samvinnuskólanum á Bifröst og við Háskóla Islands,
Rokkandi tamningamaður í
framhaldsskóla og háskóla, ein-
beittur, kröfuharður og metnaöar-
gjarn í viðskiptum. Þannig er for-
stjóranum í Kaupási, Ingimar
Jónssyni, kannski best lýst.
Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
40