Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 52
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDÓTTUR Gerið ekki lengri samninga en til 1 árs Þegarégforvitnaðistummun- inn á þessum tveimur samningum, að mati Napf, fræddi Simon Miller, blaðafulltrúi Napf, mig á því samn- ingur Garniers væri til tveggja ára. Það gengur gegn þeirri reglu sem Napf og fleiri boða að launasamn- ingar eigi aðeins að gilda til árs eða skemur. Hér í Bretlandi hefur orðið algjör kúvending í þessum málum undanfarin misseri og 2/3 (yrirtækja á FTSE hafa tekið upp ársregluna. í nýlegri grein um ofurlauna- málin í Financial Times segir að HSBC muni kannski sleppa auð- veldar frá sínum samningi, því Napf hafi hikandi fallist á rök HSBC um nauðsyn þess að ofurborga Aldin- ger. Rök HSBC eru hliðstæð oian- greindum rökum GSK: Þessi laun tryggi besta manninn og séu í sam- ræmi við bandaríska launastefnu. Þetta er þó ekki alveg nákvæm útlegging á afstöðu Napf, því sam- kvæmt Miller lítur Napf svo á að HSBC sé að taka yfir samning Aldin- gers hjá Household, sem horfi þá öðruvísi við, en ef verið væri að gera nýjan launasamning. Napf hvetur meðlimi sína til að hugleiða hvort samningurinn sé í raun starfsloka- samningur og hvort hann sé góð ijárfesting iýrir HSBC og muni því skila hluthöfum auknum hagnaði á endanum. Það komi ekki í ljós strax. Meðmælin eru því ekki eindregin. Fyrir nokkrum árum, þegar allar kúrfur stefndu beint upp í himinhvolfið, var viðkvæðið hér og víðar að hagsmunir for- stjóra og hluthafa ættu að fara saman og þá líka uppskeran. Því meira sem hluthafar fengju því meira áttu forstjórarnir að fá. En nú á tímum afkomukúrfa sem snúa norður og niður þá truflar það marga hluthafa að einu kúrfurnar sem enn stefna beint upp séu launakúrfur forstjóranna. A móti segja þeir núna að það sé erfitt að stýra fyrirtækjum í mótlæti og fyrir það þurfi að launa... ríkulega. skiptalífinu: Hegðið ykkur vel og við sleppum lagasetningu! Enginn hér virðist í vafa um að ofurlaunin eru innblásin banda- rískum anda. í hnattvæddu viðskipta- lífi er ensk fyrirtæki ekki bara að hugsa um að ná í heimamenn í topp- stöðurnar, heldur bestu mennina - þeir koma líka að „westan“ og til að laða þá hingað þarf að bjóða sömu kjör og þeir hafa heima. Saman- burðurinn við Bandaríkin er áleitinn hér. HSBC ber fyrir sig að svona geri menn í Ameríku. Ekki rétt, segja margir sérfræðingar hér. í Bandaríkj- unum hafa líka mörg fyrirtæki þurft að bakka fyrir hluthöfum með ofur- launasamninga undanfarið. Ofurlaun: Sjúga verðmæti úr fyrir- tækjum? Svo vaknar auðvitað spurningin hvað launapakkinn eigi að gera: Þarf að borga ofurlaun fyrir að fá menn framúr á morgnana, er það ekki bara sjáifsagt - til að standa sig vel, er það ekki líka sjáifsagt að menn geri sitt besta? Og getur það verið að einn forstjóri sé á við mörg hundruð starfsmenn sína eins og launapakkinn gefur til kynna? Og er það gefið að það séu örugglega bestu mennirnir, sem vilja mest fyrir sinn snúð? Ymsir spyija líka hvað hlut- hafar fái fyrir sinn snúð og hvort ofur- launin séu í raun ekki aðferð til að sjúga verðmæti út úr fyrir- tækjunum á kostnað hluthafa. Það er að mörgu að hyggja og engin hætta þó að ofurlaunin séu rædd í þaula. En framvindan undanfarið bendir til að fyrir- tæki geti ekki lengur gengið út frá því sem vísu að hluthafar segi já og amen í auðmýkt við öllu. Hlutirnir hreyfast hægt í þessum geira viðskiptaheimsins. Hluti vandans er að launa- pakkar eru ákveðnir af launanefndum, sem oft eru skipaðar for- stjórum annarra fyrirtækja og þeir sjá sér ekki endilega hag í hóflegri launastefnu. Alþýðusambandið segir launanefndirnar lokaðan hóp, þar sem óbeint hver verðlauni annan. William Aldinger III. Ofurlaunapakki hans hefur frekar vakið reiði en undran. LAUNAPAKKI ALDINGERS III Ef Aldinger verður rekinn: Fær 30 milljónir punda við starfslok (3,6 milljarða kr.) Skiptingin er þessi: 4 milljónir punda í bónus, S milljónir punda í laun og aðrar hónusgreiðslur, 21 milljón punda í hlutabréfum. Ef Aldinger heldur vinnunni: Fær 28 milljónir punda: Skiptingin er þessi: 1 milljón punda í árslaun, 4 milljónir punda í ársbónus, 518 þúsund pund í aukasporslur, 10 milljónir punda í hlutabréfum í HSBC, 5,5 milljónir punda til viðbótar í hlutabréfum á fyrsta starfsársafmælinu, 5,5 milljónir punda til viðbótar á öðru starfsársafmælinu. Ótrúlega „há laun“ fyrir að vera rekinn Það sem vekur þó athygli við nýjustu ofurlaunapakkana er hvað forstjórum er ríkulega launað fyrir að vera reknir, sem væntanlega stafar þá af að þeir þykja ekki standa sig nógu vel. Patricia Hewitt við- skiptaráðherra hefur viðrað þá hugmynd að hugsanlegt sé að setja lög, sem komi í veg fyrir að slæm frammistaða forstjóra sé verðlaunuð, en hvort og hvernig er annað mál. Flestir innan viðskiptalífsins eru á móti opinberum afskiptum af þessu tagi og um leið hefur hið opinbera smá tangarhald á við- Hluthafar tuða en gera ekki neitt Af einhverjum óskfijaniegum ástæðum hafa hluthafar verið duglegri við að tuða yfir hlut- unum í stað þess að gera eitthvað í þeim. Það fylgir því ábyrgð að eiga hlut í fyrirtæki og það er kannski kominn tími tíl að hlut- hafar, ekki síst stórir stofnanafjárfestar, leggi niður fyrir sér hvert hlutverk þeirra sé og hvað sé skynsamleg launastefna. Alþýðusambandið hefur að minnsta kosti kveðið skýrt að orði um að forstjórar eigi ekki að auðgast á meðan hlutur hluthafa rýrni stöðugt og hvetur hluthafa tíl að neyta réttar síns. S5 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.