Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 35
 KAUPHÖLUN AFSKRÁNINGAR Þróunin á hlutabréfamarkaði hefur einkennst af afskráningum stórra félaga þaö sem aferþessu ári oghefurþað vakið furðu margra. Þetta ersama þróun og á sér stað víða erlendis. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir Geir Olafsson Tálið er að fækkun félaga á markaði og Ktil velta með bréf í öðrum félögum hafi veikt íslenskan hlutabréfamarkað að undanförnu og hefur allnokkur umræða átt sér stað um það. í nýlegu tölu- blaði Kauphallartíðinda kemur fram að Kauphöll íslands stendur kauphöllum á hinum Norðurlöndunum ekkert að baki heldur þvert á móti þar sem hún hefur verið á uppleið meðan markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa átt í erfiðleikum. 15 stærstu fyrirtækin í Kauphöll íslands eru með 75-80% af veltunni og þar er verðmynd- unin traust og viðskiptin mest Markaður með lítil félög er því virkari hér en víðast annars staðar. Athygli hefur vakið að nokkur stór og öflug félög, td. Baugur og Olls, hafa óskað eftir afskráningu og er ekki víst að séð sé fyrir endann á þeirri þróun. Þegar Jjöldinn er borinn saman við afskráningar fyrri ára virðist Jjöldinn hins vegar ekki vera neitt til að hafa áhyggjur af. Það er þó rétt að skoða þetta og kanna hvaða ástæður kunna að liggja þarna að baki. Ekkert Stórmál „Þær geta verið nokkrar," segir Þórður Friðjóns- son, forstjóri Kauphallar íslands. „í sumum tilfellum eru félögin lítil og veltan sáralitil. Þessi fyrirtæki eiga ef til vill ekki erindi inn á markað. Þegar mest gekk á á hlutabréfamarkaði og bylgja nýskrán- inga gekk yfir fóru hugsanlega fleiri inn í Kauphöllina en áttu erindi þangað. í öðrum tilfellum er þröngt eignarhald sem veldur því að teknar eru ákvarðanir í hlutaðeigandi fyrirtækjum um að hverfa frá skráningu í Kauphöllinni. Hvað stærri fyrirtækin varðar þá eru þau ekkert ýkja mörg sem hafa farið í afskráningu en þó eru þau nokkur með sérstaklega þröngt eignarhald. Ef eignarhaldið er þröngt og er að þrengjast er einfaldlega ekki eftirsóknarvert fyrir fyrirtækið eða Kauphöllina að félagið sé skráð. Það leiðir til þess að viðskiptin verða lítil. Yið sækjumst eftir virkum markaði og fyrirtækjum sem raun- verulega eiga erindi inn á markaðinn. Það er ekkert markmið fyrir okkur að hafa skráðan mikinn tjölda félaga. Það sem skiptir okkur mestu máli er að það sé velta og verðmyndun með fyrirtæki sem eru skráð á raunverulegum forsendum. Þess vegna eru þessar afskrán- ingar ekki það stórmál sem gefið er til kynna í umræðunni.“ Það eru sem sagt þessar þrjár ástæður sem helstar eru að baki afskráningum. í sumum félögum hafa fyrirtæki runnið saman og haldist inni á markaði sem sameinað félag. I öðrum tilfellum geta félögin verið með þröngt eignarhald og því hefur kannski ekki orðið raunveruleg verðmyndun með bréfin. I sumum félögum Afskráningar 2003 Fyrirsjáanlegt er að þessi fyrirtæki muni skrá sig úr Kauphöllinni á árinu: Olís Baugur Plastprent Fiskiðjusamlag Húsavíkur Ker Afskráningar 2002 Frumherji Þróunarfélag íslands Delta Húsasmiðjan Skagstrendingur Talenta-Hátækni Útgerðarfélag Akureyringa Loðnuvinnslan Keflavíkurverktakar Afskráningar 2001 Kaupfélag Eyfirðinga Samvinnuferðir-Landsýn Vaxtarsjóðurinn Héðinn Skinnaiðnaður Almenni hlutabréfasjóðurinn Frjálsi fjárfestingabankinn Afskráningar 2000 Hans Petersen Básafell Fóðurblandan Sjávarútvegssjóður íslands Samvinnusjóður íslands Hlutabréfasjóður Norðurlands Hlutabréfasjóðurinn íshaf Fjárfestingabanki atvinnulífsins íslandsbanki Krossanes íslenskar sjávarafurðir Jökull Ath. Ekki er víst að þessi listi sé tæmandi. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.