Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.05.2003, Blaðsíða 65
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDÓTTUR „Þarna er tvennt ólíkt á ferðinni. Ef Bandarikin hefðu ekki beitt sér væri Kúvæt enn hernumið af Irak, ógnarstjórnin í Irak hefði haldið áfram og sannarlega ekki neitt lýðræði í augsýn. Lýðræði hefur reyndar enn ekki verið komið á í Irak og of snemmt að segja hvað verður. Bandaríkin beittu valdi sínu vel á Balkanskaga. An þeirra væri Milósévitsj einn við völd í Serbíu og Kosovo-Albanir ofsóttir. Eg álít því sterk rök fyrir þessari skoðun minni. Með Suður-Ameríku gegnir öðru máli. Að hve miklu leyti á að réttlæta framferði Bandaríkjamanna í Suður- Ameríku með kalda stríðinu? Nei, það á ekki að fyrirgefa þeim hvað gert var undir merkjum kalda stríðsins, en það á ekki endalaust að álíta að stefna þeirra í kalda stríðinu sé ávísun á stefnu þeirra í framtíðinni. Kalda stríðið var alheimsátök Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem fram- kallaði kaldranaleg og skuggaleg verk. Kalda stríðið varð yfirvarp misbeitingar, sem leiddi af sér vond verk - sem verða endurtekin, verði þau ekki afhjúpuð. Spurningin er svo hvort „stríð gegn hryðjuverkum" verði að samskonar yfirvarpi fyrir vond verk og kalda stríðið var. Slæm verk hafa vissulega þegar verið unnin undir því yfirvarpi, samanber að fólk hefur verið hand- tekið í Bandaríkjunum og haldið án þess að mál þeirra séu tekin fyrir. Annað dæmi eru fangarnir í Guantanamo flóa. Þetta eru vissulega vísbendingar í líka átt og það sem var á dögum kalda stríðsins. En það er þó ærinn munur á þeirri stærðargráðu skuggaverka á dögum kalda stríðsins og núna. Eg sé ekki að það sé hægt að misbeita valdi á sama hátt núna og þá. Og af hverju ekki? Af því að andstæðingarnir eru ekki eins sterkir og Sovétríkin voru á sínum tíma. Það er vissu- lega góð og gild ástæða til að óttast að andstæðingarnir eflist, en það er þó varla líklegt. Eg held að hættan af múhameðskum bókstafstrúarmönnum sé minni en af er látið og hryðjuverk af þeirra völdum fari hjaðnandi. Eg er þeirra trúar að Bandaríkin séu ekki sérlega áijáð í stríð og þau þurfa á stuðningi annarra landa að halda til að halda aftur af vopnakapphlaupinu. Svo megum við ekki gleyma að þrátt fyrir hræsnina, sem er sannarlega nóg af, þá trúa Bandaríkin í einlægni á frelsi, lýðræði og frjálsa verslun. Bandaríkin skapa alþjóðlega fullnægju með því að útbreiða frelsi eins og þau hafa gert undanfarin aldar- Ijórðung með því að hamra á því sem þau trúa á, styrkt af traustum efnahag sínum. Skilaboð mín til þeirra sem berjast gegn hnattvæðingu, af því hún sé í þágu Bandaríkj- anna, er að þeir ættu einmitt að vera hlynntir hnattvæð- ingu því hún dregur úr valdi Bandaríkjanna. Þversögnin mikla í bandarísku valdi er að þegar til lengri tíma er litið grafa Bandaríkin undan eigin valdi af því stefna þeirra skapar öðrum löndum tækifæri til að eflast. Það gerir þeim erfiðara fyrir að vera með einhliða ráðstafanir, en gerir þeim ijölhliða ráðstafanir sársaukafyllri. Stóra spurningin er hvernig Bandaríkin bregðast við þeim aðstæðum að stefna þeirra dragi úr valdi þeirra.“S!] UM THE ECONOMIST... The Economist sker sig úr flestum blöðum og tíma- ritum í því að greinar blaðsins eru ekki skrifaðar undir nafni, nema auðvitað aðkeyptar greinar. Bill Emmott segir að tímaritið hafi engin áform um að breyta þessu. „Af hverju að breyta því sem hefur gefist vel? Með þessu móti fæst meiri heildarbragur á efnið og okkar reynsla er að það gerir blaðamennina meira vakandi um hvað starfsbræðurnir skrifa. Þetta skerpir gagnrýnan anda á ritstjórninni." The Economist hefur komið út síðan 1843. Það er gefið út í rúmlega 830 þúsund eintökum og yfir 80 prósent upplagsins er dreift utan Bretlands. Tímaritið hefur löngum haft augun á umheiminum og birtir meðal annars reglulega úttektir á einstökum löndum og efnissviðum. í júní birtist ný úttekt á Norður- löndunum, þar á meðal íslandi, og af því tilefni veitti Emmott Frjálsri verslun viðtal. Kjarni úttektarinnar er að löndin glími nú við þríþættan vanda, Evrópumálin, aðflutning fólks og framvindu velferðarkerfisins. UM LÖGLEIÐINGU EITURLYFJA... The Economist lætur víða skoðanir í Ijós og þá meðal annars á lögleiðingu eiturlyfja, sem kemur kannski einhverjum á óvart. Emmott útskýrir að sú afstaða byggist annars vegar á grundvallaratriðum, hins vegar á því hvernig baráttan við eiturlyfin hafi tekist til. „Við höfum lengi haft það grundvallarsjónarmið að leiðarljósi að það komi ríkinu ekkert við hvernig hver og einn fer með skrokkinn á sér, svo lengi sem maður skaðar ekki aðra með atferli sínu. Það er óneit- anlega ósamræmi í að mega drekka áfengi og neyta tóbaks, en ekki hafa kókaín eða marjúana um hönd. Þetta er auðvitað bara grundvallaratriði. Af hverju við svo tókum upp þetta efni upp helgast af því að lítum svo á að bann við eiturlyfjum hafi algjör- lega mistekist. Lögreglan hefur engan hemil á fram- boðinu og bann gerir ekkert annað en að auka gróða glæpamannanna sem á endanum hagnast á öllu saman. Hugmynd okkar er alls ekki að það eigi bara að vera opin búð handa öllum. Markaðurinn á ekki að vera opinn og sterkustu lyfin eiga að vera undir ströngu eftirliti - við erum ekki að tala um kókaínsölu í sjopp- unni, svo hver og einn geti prófað. Og það má ekki gleyma fræðslu." 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.