Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 12
Lögmannsstofan DP Lögmenn býður
alhliða lögfræðiþjónustu fyrir við-
skiptavini sína, fólk og fyrirtæki. Stofan
hefur að markmiði að veita vandaða og víð-
tæka lögfræðiþjónustu.
Hjá DP Lögmönnum starfa þrír lögmenn,
þær Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður,
eigandi stofunnar, Inga Björg Hjaltadóttir
héraðsdómslögmaður og Margrét Gunn-
laugsdóttir héraðsdómslögmaður auk Onnu
Maríu Ingólfsdóttur ritara.
Lögfræðiþjónusta fyrir
fyrirtæki
DP Lögmenn bjóða fyrirtækjum, stórum
sem smáum, alhliða lögfræðiþjónustu auk
aðstoðar við innheimtu krafna.
Lögmannsstofan býður m.a. vinnuréttar-
lega ráðgjöf af margvíslegu tagi, s.s.
þjónustu vegna kjara- og launamála
starfsmanna, samsetningar launa og
launakerfa og fyrirkomulags vinnutíma. Þá
bjóða DP Lögmenn fyrirtækjum ráðgjöf og
þjónustu við gerð jafnréttisáætlana, kaup-
réttar starfsmanna á hlutafé og áætlana
um öryggi og heilbrigði á vinnustað sam-
kvæmt nýjum lagaákvæðum þar um, svo
eitthvað sé nefnt. Að auki bjóða DP Lögmenn sérhæfða þjónustu
vegna útsendingar starfsmanna til tímabundinna starfa erlendis.
Þar kemur tvennt til, að lögmannsstofan haldi utan um allt útsend-
ingarferlið fyrir fyrirtækið, s.s. gerð ráðningarsamnings, trygginga-
mál, lífeyrismál, flutning búslóðar, upplýsingar um skráningu inn í
viðkomandi land, skattamál og áhrif útsendingar á kauprétt, en
DP
LÖGMENN
einnig geta fyrirtæki óskað eftir aðstoð við einstaka þætti í þess-
um ferli. DP Lögmenn bjóða fyrirtækjum, sem hafa í þjónustu sinni
innflutt vinnuafl aðstoð við gerð ráðningarsamninga og aðra þætti
til að tryggja að fullnægt sé öllum skilyrðum við ráðningu erlendra
starfsmanna, svo sem skil á lífeyrissjóðsgjöldum, stéttarfélags-
gjöldum, opinberum gjöldum o.fl.
Þá geta fyrirtæki leitað til DP Lögmanna vegna samskipta við
stjórnvöld, s.s. vegna skatta- og tollamála og skipulagsmála eða
við samningagerð af margvíslegu tagi. DP Lögmenn bjóða fyrir-
tækjum að gera fasta samninga um alhliða lögfræðiþjónustu í þágu
þeirra.
Dögg Pálsdóttir hrl. hefur meistaragráðu frá Johns Hopkins
háskólanum í Bandaríkjunum.
... og fólk
DP Lögmenn bjóða einstaklingum víðtæka aðstoð varðandi öll persónu-
leg málefni, sem snúa að fjölskyldum og fjármálum þeirra. Veitt er að-
stoð vegna hjónaskilnaða, sambúðarslita, ágreinings um forsjá barna
eða umgengni við börn og við gerð kaupmála og erfðaskráa. Þá tekur
lögmannsstofan að sér bótamál og metur bótaréttindi, hvort sem er
vegna slysa eða mistaka við læknismeðferð. Ný lög um sjúklingatrygg-
ingu hafa rýmkað bótarétt sjúklinga. DP Lögmenn búa yfir sérþekkingu
til að veita fólki aðstoð í málum af þessu tagi. Einstaklingar geta jafnt
sem fyrirtæki þurft á lögmannsaðstoð að halda vegna skattálagningar
og bjóða DP Lögmenn aðstoð við að reka slík ágreiningsmál gagnvart
stjórnvöldum með stjórnsýslukærum eða fyrir dómstólum, þurfi til þess
að koma. Þá taka lögmenn stofunnar að sér hvers konar samningsgerð
fyrir einstaklinga auk þess sem stofan annast innheimtu krafna fyrir ein-
staklinga.
12
KYNNING