Frjáls verslun - 01.08.2003, Qupperneq 29
með Eimskip, Flugleiðum og jafnvel Sjóvá-
Almennum? Þar var bara einn hængur á.
Björgólfur var ekki búinn að ná undir sig
Straumi. Hið „óljósa jafntefli" í Straumi var
miklu meira í ætt við pattstöðu; að ekki væri
hægt að leika neinn leik, og á þann hnút yrði
að skera.
Þegar bankarnir byrjuðu að leysa
hnútinn um hið „óljósa jafntefli" í Straumi
endaði það með þessari mestu uppstokkun
á eignarhaldi í íslenskum fyrirtækjum á
sama deginum.
Bankarnir helsta hreyfiaflið Það þarf ekki mörg orð um þessa
uppstokkun. Bankarnir eru orðnir helsta hreyfiaflið í
íslenskum fyrirtækjum og fer það fyrir brjóstið á mörgum
sem finnst að bankarnir eigi fyrst og fremst að þjóna fyrir-
tækjum í stað þess að eiga þau. Flestir eru á þeirri skoðun að
bankarnir muni ekki til lengdar verða svo ráðandi afl í
íslenskum stórfyrirtækjum sem raun ber vitni og að þeir
muni selja hluti sína í fyrirtækjunum eftir nokkur ár.
Með auknum umsvifum bankanna sem Jjárfesta í viðskipta-
lífinu hafa völd þjappast verulega saman. Þannig eru augljós
eignatengsl á milli Pharmaco, Landsbankans, Eimskips,
Brims, SH, Marels og áfram væri hægt að telja. Tengsl íslands-
banka við Sjóvá-Almennar, Flugleiðir, Straum og fleiri félög
leyna sér ekki. Þess má geta að lífeyrissjóðirnir eru
helstu eigendur Islandsbanka og stýra bankanum.
Ekki fer heldur á milli mála að sterk tengsl eru á
milli S-hópsins og bræðranna í Bakkavör við Kaup-
þing Búnaðarbanka sem aftur á í ijölmörgum
félögum, eins og SIF, þar sem bankinn spilaði með S-
hópnum við yfirtökuna á SIF.
Baugsfeðgar Það er svona einna helst að menn hafi
velt vöngum yfir þeim Baugsfeðgum. Jón Asgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur til þessa haft nána
samvinnu við Kaupþing Búnaðarbanka í fjárfestingum sínum,
en sá banki er núna stærstur og var tilurð hans m.a. með það
að markmiði að geta sinnt stórfyrirtækjum betur í útrás sinni.
Ýmsir velta því núna fyrir sér hvort þeir Baugsfeðgar snúi sér
í auknum mæli að Landsbankanum sem boðar stóraukin
umsvif í Bretlandi í gegnum Heritable-bankann en Baugur
hefur mestan áhuga á tjárfestingum í Bretlandi um þessar
mundir. Enda búinn að hagnast vel á viðskiptum þar.
Hins stóra dags í íslensku viðskiptalifi, 18. 9. 2003, verður
lengi minnst sem dagsins þegar frægasta viðskiptablokk lands-
ins um árabil, Kolkrabbinn, liðaðist í sundur og tveir angar hans
fóru inn í tvo banka. Þessi dagur táknar frekar upphafi að nýjum
tímum frekar en endalok einhvers. Ballið er rétt að byija. Það
verður alltaf nóg af stórfréttum úr heimi viðskiptanna þó langt
sé í jafnstóran dag og 18. september 2003.33
Dagurinn sem aldrei
gleymist í íslensku við-
skiptalífi; 18. sept. 2003.
Galdurinn er aó láta aóra vinna fyrir sig
JÓNAR TRANSPORT bjóða alhliða flutnings-
þjónustu í samstarfi við bestu flutningsaðila
sem völ er á, bæði hérlendis og erlendis.
Þéttriðið þjónustunet um allan heim tryggir
flýti, öryggi, hagstæð gjöld og góða vörumeð-
höndlun frá verksmiðjuvegg og heim í hlað.
IHIH
Skipasendingar Flugsendingar Hraðsendingar Vöruhúsaþjónusta Tollafgreiðsla Akstursþjónusta Utflutnmgur
29