Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Síða 52

Frjáls verslun - 01.08.2003, Síða 52
300 STÆRSTU SAMEINING SH OG SÍF SENIEKKIVARÐ TIL Sameinað fyrirtæki SH og SÍF hefði orðið langstærsta fyrirtæki á / f Islandi með um 116 milljarða veltu. I fréttaskýringu hér segir að litlu hafi munað að Magnús Gunnarsson, fv. forstjóri SÍF, hefði komið inn sem stjórnarformaður hins nýja, sameinaða félags! Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Tvö stærstu fyrirtæki landsins, SÍF og SH, hefðu styrkt stöðu sína verulega - og eru þó sterk fyrir - ef sameining þeirra hefði orðið að veruleika. Þessi fyrirtæki hefðu borið höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í atvinnu- og viðskiptalifi landsins og sennilega styrkt stöðu sína verulega á erlendum markaði, það er að minnsta kosti sú skoðun sem heyrist úr her- búðum SH og meðal bankamanna. Má segja að samanlögð velta fyrirtækjanna hefði orðið hvorki meira né minna en rúmir 116 milljarðar króna, hagnaðurinn hefði orðið rúmlega 1,3 milljarðar fyrir skatta og rúmur 1 millj- arður eftir skatta. Skuldir og eigið fé risans í íslenskum sjávar- útvegi hefðu numið samtals ríflega 47 milljörðum króna. Þetta hefði orðið risi í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi í bókstaflegri merkingu. Miðað við listann núna hefði næsta félag, Baugur, aðeins komið í hálfkvisti með sínar tæpu 52 miiljarða króna. í dag eru þessi þrjú félög saman á toppnum, SIF, SH og Baugur, og munurinn tiltölulega lítill, SIF með rúman 61 milljarð í veltu, SH með 55 og Baugur með 52 milljarða króna. Magnús formaður? Mál málanna hjá SÍF og SH á þessu ári hefúr verið sameiningin sem ekki varð að veruleika í byrjun september þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir nú í haust. Það er ekki í fyrsta sinn sem reynt hefur verið að sameina þessi fyrirtæki - og kannski ekki það síðasta heldur þó að menn þurfi einhvern tíma til að jafna sig og melta niðurstöðuna áður en lagt er í næstu tilraun. Síðasta sameiningartilraun fór út um þúfur í byijun ársins og eftir hana áttu menn von á að langt yrði í nýjar viðræður. Það kom því á óvart þegar viðræðurnar fóru í gang í haust og þóttu allar blikur á lofti um að nú yrði af sameiningunni enda lýsti Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, því yfir að mjög sterkur vilji væri fyrir því að fyrirtækin yrðu sam- einuð. Það fór þó á annan veg. Sameining SH og SÍF hefur lengi verið í umræðunni og nokkrar tilraunir verið gerðar til sameiningar. Hefur málið jafn- vel komist svo langt að rætt hafi verið um hverjir yrðu forstjóri og stjórnarformaður og hveijir sætu í stjórn. Þetta var líka uppi á teningnum núna. Eftir því sem Fijáls verslun kemst næst voru bankamenn farnir að velta því fyrir sér hver gæti orðið nýr stjórnarformaður hins sameinaða félags og veltu fyrir sér að fá inn nýjan mann, einhvern reynslumikinn mann sem hefúr komið að sjávarútvegsmálum á Islandi og þekkir vel til þó að hann hafi starfað að öðrum málum undanfarin ár. Þarna gæti helst verið átt við Magnús Gunnarsson, fv. forstjóra SIF, sem hætti þar fyrir nokkrum árum og sneri sér að eigin viðskiptum. Magnús hefur verið formaður stjórnar Búnaðarbankans og er mjög óumdeildur maður í íslensku atvinnulífi. Þá er ljóst að ekki hefðu orðið neinar sérstakar breytingar á starfsmanna- hópi SH og SIF, en hvað forstjóra varðar hefðu ekki orðið breyt- ingar fyrst um sinn. I leit að formanni hefði trúlega einnig verið litið til núverandi og fráfarandi formanna og varaformanna fyrirtækjanna. Hjá SIF var Friðrik Pálsson formaður, en hefur nú sagt af sér og við tók Olafur Olafsson sem gegndi varafor- mennsku áður. Hjá SH er Róbert Guðfinnsson formaður og varaformaður Guðbrandur Sigurðsson. S-hópurinn og stjórnendur SÍF voru algjörlega mótfallnir sameiningu og sendu forsvarsmenn S-hópsins frá sér ítrekuð bréfleg mótmæli. Þegar niðurstaðan lá fyrir í byijun septem- ber kom hún flestum á óvart því að svo stíft hafði verið unnið að samein- ingunni í tæpan mánuð þar á undan. Niðurstaðan var andstæðingum í hag. Bæði forystumenn úr Hlytu að bíða skaða af Þegar S-hópurinn sendi frá sér mótmælabréf, sem sumir kalla „hótunarbréf‘, þá ... 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.