Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 52
300
STÆRSTU
SAMEINING SH OG SÍF
SENIEKKIVARÐ TIL
Sameinað fyrirtæki SH og SÍF hefði orðið langstærsta fyrirtæki á
/ f
Islandi með um 116 milljarða veltu. I fréttaskýringu hér segir að
litlu hafi munað að Magnús Gunnarsson, fv. forstjóri SÍF, hefði
komið inn sem stjórnarformaður hins nýja, sameinaða félags!
Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Tvö stærstu fyrirtæki landsins, SÍF og SH, hefðu styrkt
stöðu sína verulega - og eru þó sterk fyrir - ef sameining
þeirra hefði orðið að veruleika. Þessi fyrirtæki hefðu borið
höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í atvinnu- og viðskiptalifi
landsins og sennilega styrkt stöðu sína verulega á erlendum
markaði, það er að minnsta kosti sú skoðun sem heyrist úr her-
búðum SH og meðal bankamanna.
Má segja að samanlögð velta fyrirtækjanna hefði orðið hvorki
meira né minna en rúmir 116 milljarðar króna, hagnaðurinn
hefði orðið rúmlega 1,3 milljarðar fyrir skatta og rúmur 1 millj-
arður eftir skatta. Skuldir og eigið fé risans í íslenskum sjávar-
útvegi hefðu numið samtals ríflega 47 milljörðum króna. Þetta
hefði orðið risi í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi í bókstaflegri
merkingu. Miðað við listann núna hefði næsta félag, Baugur,
aðeins komið í hálfkvisti með sínar tæpu 52 miiljarða króna. í
dag eru þessi þrjú félög saman á toppnum, SIF, SH og Baugur,
og munurinn tiltölulega lítill, SIF með rúman 61 milljarð í veltu,
SH með 55 og Baugur með 52 milljarða króna.
Magnús formaður? Mál málanna hjá SÍF og SH á þessu ári
hefúr verið sameiningin sem ekki varð að veruleika í byrjun
september þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir nú í haust. Það er ekki
í fyrsta sinn sem reynt hefur verið að sameina þessi fyrirtæki -
og kannski ekki það síðasta heldur þó að menn þurfi einhvern
tíma til að jafna sig og melta niðurstöðuna áður en lagt er
í næstu tilraun. Síðasta sameiningartilraun fór út um
þúfur í byijun ársins og eftir hana áttu menn von á að
langt yrði í nýjar viðræður. Það kom því á óvart þegar
viðræðurnar fóru í gang í haust og þóttu allar blikur á
lofti um að nú yrði af sameiningunni enda lýsti Halldór
Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, því yfir að
mjög sterkur vilji væri fyrir því að fyrirtækin yrðu sam-
einuð. Það fór þó á annan veg.
Sameining SH og SÍF hefur lengi verið í umræðunni og
nokkrar tilraunir verið gerðar til sameiningar. Hefur málið jafn-
vel komist svo langt að rætt hafi verið um hverjir yrðu forstjóri
og stjórnarformaður og hveijir sætu í stjórn. Þetta var líka uppi
á teningnum núna. Eftir því sem Fijáls verslun kemst næst
voru bankamenn farnir að velta því fyrir sér hver gæti orðið
nýr stjórnarformaður hins sameinaða félags og veltu fyrir sér
að fá inn nýjan mann, einhvern reynslumikinn mann sem hefúr
komið að sjávarútvegsmálum á Islandi og þekkir vel til þó að
hann hafi starfað að öðrum málum undanfarin ár. Þarna gæti
helst verið átt við Magnús Gunnarsson, fv. forstjóra SIF, sem
hætti þar fyrir nokkrum árum og sneri sér að eigin viðskiptum.
Magnús hefur verið formaður stjórnar Búnaðarbankans og er
mjög óumdeildur maður í íslensku atvinnulífi. Þá er ljóst að
ekki hefðu orðið neinar sérstakar breytingar á starfsmanna-
hópi SH og SIF, en hvað forstjóra varðar hefðu ekki orðið breyt-
ingar fyrst um sinn. I leit að formanni hefði trúlega einnig verið
litið til núverandi og fráfarandi formanna og varaformanna
fyrirtækjanna. Hjá SIF var Friðrik Pálsson formaður, en hefur
nú sagt af sér og við tók Olafur Olafsson sem gegndi varafor-
mennsku áður. Hjá SH er Róbert Guðfinnsson formaður og
varaformaður Guðbrandur Sigurðsson.
S-hópurinn og stjórnendur SÍF voru
algjörlega mótfallnir sameiningu og
sendu forsvarsmenn S-hópsins frá
sér ítrekuð bréfleg mótmæli. Þegar
niðurstaðan lá fyrir í byijun septem-
ber kom hún flestum á óvart því að
svo stíft hafði verið unnið að samein-
ingunni í tæpan mánuð þar á undan.
Niðurstaðan var andstæðingum í
hag. Bæði forystumenn úr
Hlytu að bíða skaða af
Þegar S-hópurinn
sendi frá sér
mótmælabréf,
sem sumir kalla
„hótunarbréf‘,
þá ...
52