Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 143

Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 143
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR Fyrir ofan minn Skilning... Það er reyndar alveg fyrir ofan minn skilning hvernig hægt er að svíkja út fé og vörur með stolnum persónuupplýsingum því ég sný mér varla svo við í viðskiptum við stofnanir og fyrirtæki að ég þurfi ekki að margsanna að ég sé ég og búi þar sem ég bý. I hvert skipti sem ég athafna mig í bankanum með meira en bara smá úttekt, er ég krafin um persónuskilríki, annað hvort vega- bréf eða ökuskírteini. Lengi vel dugði íslenska ökuskír- teinið en ekki lengur - bara ensk ökuskírteini tekin gild. Ef ég hringi í bankann til að fá upplýsingar fer í hönd löng yfir- heyrsla eftir að ég gef upp reikningsnúmerið. Eg þarf að gefa upp nafn, heimilisfang, póstnúmer, fæðingardag og ár, nefna tvær eða þrjár fastar greiðslur af reikningnum, upp- hæðina og hver fær þær. Hér er ekki notað merki heldur er spurt um ættarnafn móður, það er nafnið áður en hún gifti sig. Mér fannst nú reyndar of flókið að fara að þvælast í föðurnafninu hennar mömmu, íslensk nöfn renna ekki beint lipurlega í gegn hér, svo ég fann bara upp þægilegt orð. Síðast þegar ég hringdi í bankann fékk ég svo að vita að næst þegar ég hringdi þyrfti ég að gefa upp kóða, sem núna er á leiðinni til mín í pósti - í viðbót við allar þessar upplýsingar, sem þegar er beðið um. Þegar ég borga ársstöðumælagjaldið hér i hverfinu mínu þarf ég að gjöra svo vel að mæta með bankayfirlit og/eða tvo eða þijá nýja reikn- inga frá til dæmis símanum, rafmagnsveitunni og gasveitunni til að sanna að ég búi þar sem ég bý og svo sýna vegabréfið til að sanna að ég sé ég. Stöðumælapláss er eitt af dýrmætari hlunnindum hér í stórborginni og bæjarfélögin gæta þess vel að enginn geti keypt sér pláss nema að hann búi hér. Ef ég panta bíómiða, leikhús- eða tónleikamiða í gegnum símann þarf ég að sýna greiðslukortið þegar ég sæki miðana. Ég get því ekki annað sagt en að hvert sem ég sný mér sé eftirlitið grimmt, en svindlararnir vita augljóslega betur en ég hvernig þeir eiga að hafa sitt fram. Hvað er til ráða? Og hvað er svo til ráða til að forðast að manni sé rænt, ef ekki í persónu þá alla vega upplýsingunum manns? Hinar ýtrustu varúðarráðstafanir eru auðvitað að nota engin kort, borga allt í reiðufé, en það er nú einfald- lega skerðing á umsvifafrelsi í nútímaþjóðfélagi, svo það eru kannski fæstir - nema þeir sem í raun hafa lent í upplýsingaþjófnaði - sem ganga svo langt. Annars er bara að gæta þess að hirða alls staðar kvittanir fyrir greiðslukortagreiðslur, því þær innihalda gullvægar upplýsingar fyrir þá óprúttnu. Og auðvitað á maður aldrei að veita neinar upplýsingar, hvorki nafn, heimilis- fang né neinar kortaupplýsingar þegar einhver hringir í mann og þykist vera að selja eða kanna eitthvað. Flutningar fela í sér ákveðna áhættu, því þá er hætta á að einhver geti nálgast póstinn manns og komist yfir upp- lýsingar á þann hátt. Þetta hefði getað gerst ef gylliboð bankans með útfyllta umsóknareyðublaðinu hefði verið sent mér á gamla heimilisfangið mitt. Við flutninga er ráð að biðja póstþjónustuna að senda póstinn á eftir manni á nýja staðinn í heilt ár. Eftirsendingarþjónustan er ekki óbrigðul, en alveg þokkaleg. Og svo er að vona að yfirvöld og stofnanir tæti allar upplýsingarnar um mann: af 71 bæjarfélagi, sem spurt var, upplýstu 53 að það væri rænt úr ruslatunnunum þeirra. Sala á pappírstæturum til heimanota hefur aukist um heil 1.500 prósent undanfarin misseri, en það er nú eiginlega hin mesta óþarfa ijárfesting. Uppi á þaki er ég með stóran leirblómapott og ef ég þarf að losa mig við eitthvað magn af pappír mundi ég nú bara brenna skjalasafnið í pottinum - en þangað til tæti ég óþarfann ofan í smjörbréfið... Hljómar þetta eins og vottur af ofsóknarbijálæði? Lífið í stórborginni er stundum svo galið... að það er hreint ekki nema fyrir léttgeggjaða að lifa það af! HO — / öryggi Öryggisskápamir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, töivugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem em í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen ehf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.