Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 166
FYRIRTÆKIN Á NETINU
-
Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla ís-
lands, hefur æft hlaup með hlaupahópi Fjölnis í 10 ár
og bendir á heimasíðu hópsins, hlaup.com.
Mynd: Geir Ólafsson
www.romarvefurinn.is ★★★
Einstaklega áhugaverður og
um leið ítarlegur, vel unninn,
hagnýtur og hentugur vefur
sem fær nánast fullt hús stiga út
á upplýsingagildið og skemmti-
legheitin - þetta er sko vefur
sem hittir í mark þó að útlitið sé
ekki endilega það flottasta á Net-
inu. Þarna má finna fréttir og fróðleik um Róm og Ítalíu, hagnýtar upp-
lýsingar með rnyndum og kortum hvort heldur lyrir ferðamennsku
eða búsetu í borginni. Þarna er að finna matarumfjöllun og menningu
og svo ótalmargt annað að of langt mál er að telja upp. Rómarvefur-
inn er höfundarverk Kristins Péturssonar kvikmyndagerðarmanns
og hann á heiður skilinn fyrir þennan stórgóða vef. Þetta er vefúr sem
fúll ástæða er til að mæla með, hvort heldur sér til fróðleiks og yndis-
auka eða hreinlega til að undirbúa ferðalag til Rómar. SH
Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla
Islands, bendir hér á nokkrar síður sem vekja
áhuga hennar.
WWW.elsevier.com er ein virtasta vefsíða sem hefur
að geyma tímarit þar sem ritrýndar greinar eru
birtar. Eg fletti upp í tímaritum sem höfða til mín og
finn áhugaverðar rannsóknagreinar.
WWW.fjallamennslta.iS Fjallamennska og ferðalög
um Island eiga hug minn í frítímum. Við eigum frá-
bært land og Jjölbreytileikinn er gríðarlegur og ekki
síst í óbyggðum. A.m.k. ein góða gönguferð er nauð-
synleg á ári.
WWW.hlaup.com Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi
heldur úti þessari síðu. Hér er að finna hlaupaáætlun,
félagslíf og það sem snertir hlaupara. Ég hef æft með
Fjölni í 10 ár og þessi félagsskapur heldur manni oft
á réttu róli, andlega og líkamlega.
WWW.brid9e.iS er síða fyrir bridgespilara. Ég spila
bridge í góðra vinkvenna hópi einu sinni í viku og
stundum fer ég inn á þessa síðu til að spila eða ná í
spilaþrautir.
Þar sem mikið af tíma mínum tengist starfi mínu þá
eru síður ráðuneytanna vel sóttar og þær hafa tölu-
vert upplýsingagildi fyrir mig.
www.menntamalaraduneyti.is
www.fjarmalaraduneyti.is
www.skolatorg.is/kerfi/foldaskoli/skoli/ er gagnleg-
ur vefur því að börnin mín eru í Foldaskóla. Þetta er
fremur upplýsingasíða fyrir heimilið heldur en hrein
afþreying. SH
www.husakaup.is iriri
Bjartur og litríkur vefur - ekki
beinlínis fallegur en þó hrein-
legur og alls ekkert óaðlað-
andi. Plássið er vel nýtt, td.
myndir af starfsmönnum, um-
fjöllun um eignir á skrá, sölu-
skrá og leitarvél sem auðvelt
og þægilegt er að nota. Vefur-
inn gefur góða mynd af fasteignasölunni Húsakaupum og þeim
eignum sem þar eru á skrá. SH
www.isi.is ★★
Ekki er hann upp á marga fiska
vefurinn sem Skinnaiðnaður á
Akureyri er með, einfaldur en
lítt spennandi og alls ekki vlst
að með honum náist nógu góð-
ur árangur við markaðssetn-
ingu og sölu erlendis, að
minnsta kosti býður hann ekki
af sér þannig þokka. A vefhum eru upplýsingar um vörurnar og það
með ágætis myndum, einnig um fyrirtækið og svo er pöntunarform
sem vonandi halar inn viðskiptavini. S3
★ Lélegur
★ ★ Sæmilegur
★★★ Góður
★★★★ Frábær
Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu.
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
ghs@heimur.ls
166