Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 48

Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 48
nýju þjónustu, þeim að kostnaðarlausu; að fá Morgunblaðið í netútgáfu á morgnana áður en blaðið er borið út. Þetta er gott og gilt, en hefði þurft að gerast fyrir þremur árum þegar Fréttablaðið kom sterkt inn á markaðinn. Það er sem sagt ekki nóg að gera sér grein fýrir nýrri samkeppni, við henni verður að bregðast á skjótan og markvissan hátt. Morgunblaðið hefur bæði misst niður áskrift og auglýsinga- tekjur vegna þess að Fréttablaðinu óx ásmegin. Þó verður að segja Morgunblaðinu það til hróss í þessu sambandi að betra er seint en aldrei. Einnig er hægt að styrkja kynningarstarfið með bættum og auknum auglýsingum. Afstaða margra íslenskra íýrir- tækja til þess síðastnefnda er sú sama og til söluhliðarinnar, þ.e. lögð er ofuráhersla á verðþáttinn. Hlutverk auglýsinga er íýrst og fremst að sjá neytendum iýrir upplýsingum sem auðvelda þeim að taka kaupákvarðanir. Markmið auglýsand- ans með auglýsingum er þar af leiðandi annaðhvort að ijölga neytendum eða auka neyslu þeirra sem þegar eru við- skiptavinir hans. Þó ber að nefna þriðja möguleikann í þessu sambandi sem getur verið að hækka verðið á vörunni eða þjónustunni. Það síðastnefnda er best gert með svokölluðum ímyndarauglýsingum þar sem jákvæðir huglægir þættir eru tengdir við vörumerkið sem auglýst er. Verðhækkun leiðir af sér minni eftirspum en með auglýsingum er markmiðið að tryggja að hagnaðurinn verði meiri en áður. Arðsemi auylýsingafjár Arðsemi auglýsingaijár er í mörgum tilfellum lítil sem engin hjá íýrirtækjum hér á landi. Oftar en ekki leita íýrirtækin uppi lægsta auglýsingaverðið og svo er auglýsingum ausið í loftið án þess að fýrir liggi nokkur markmið um árangur. Stærstu íslensku iýrirtækin veija hvert um sig tugum milljóna á ári í auglýsingar og því er full ástæða til þess að einhver ávöxtunarkrafa sé gerð til þeirra ijárfestinga eins og til dæmis tíðkast í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. I þessu sambandi er kannski rétt að taka það fram að ný skil- greining á hugtakinu mark- aðssetning (,,marketing“) leit dagsins ljós á þessu ári, en í henni er lögð aukin áhersla á ávinning fyrir- tækis af markaðsstarfi. Skil- greiningin hljóðar nú svo: „Marketing is an organi- zational function and a set of processes for creating, communicating and delivering value to customers and for managing customer relationships in ways that benefit the organization and its stakeholders.“ (American Marketing Association, 2004) Sviðsljósið hefur með öðrum orðum færst frá vörunni yfir á samskipti við við- skiptavinina og ávinninginn af þeim. Það hlýtur að vera eðlileg krafa hluthafa þeirra fýrir- tækja sem eru á hlutabréfamarkaði að auglýsingafé þeirra sé vel nýtt. Auglýsandinn á að meðhöndla auglýsingafé sitt sem fjárfestingu sem á að skila viðunandi ávöxtun. Verð auglýsingaplássins er því ekki aðalatriðið, heldur ávöxtun fyrirtækisins mæld í auknum hagnaði. Hægt er að reikna út kennitölu sem sýnir sölu á hverja útlagða auglýsingakrónu og þar með tengja saman hagnað og auglýsingar. „í þenslu eru allir snillingar" ómarkviss (óhagkvæm) stefna í auglýsingamálum skiptir vissulega minna máli þegar uppsveifla er í hagkerfmu eins og er þessa stundina þegar svo til „allt selst“. Svörtu sauðirnir koma yfirleitt ekki í ljós lýrr en harðna fer í ári. Einhver orðaði þetta á eftirfarandi hátt: „í þenslu eru allir snillingar í markaðsmálum. í sam- drætti skilur á milli fagmanna og fúskara." David Ogilvy, einn virtasti auglýsingafrömuður síðustu aldar, sagði að auglýsandi sem einblíndi um of á kostnaðinn við auglýsingagerðina, sæti yfirleitt uppi með innihalds- lausar og fátæklegar auglýsingar, því væri best fýrir viðkom- andi auglýsingastofu að losna við hann áður en hann yrði henni til skammar! Af þessu ætti að vera ljóst að ekki er allt fengið með stífu kostnaðaraðhaldi, einkum og sér í lagi ekki í því sem snýr að markaðsmálum. Stærstu íslensku fyrirtækin verja hvert um sig tugum milljóna á ári í auglýsingar og því er full ástæða til þess að einhver ávöxtunarkrafa sé gerð til þeirra ijárfestinga eins og til dæmis tíðkast í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. „Framtíðin er ekki eins og hún var vön að vera Áður var algengt að forstjórar væru verkfræðimenntaðir þar sem starfsemi fýrirtækjanna gekk fyrst og fremst út á að framleiða vörur með sem lægstum tilkostnaði. Þessi áhersla flokkast undir svokallaða framleiðsluafstöðu. Hæfni í fjölda- framleiðslu var með öðrum orðum lykillinn að samkeppnis- forskoti. En nú er öldin önnur, markaðsmálin eru í öndvegi, til þess að ná samkeppnisforskoti verða fýrirtækin að bjóða viðskiptavinum sínum upp á bæði áþreifanlegan og óáþreifan- legan ábata i formi vöru eða þjónustu. Eða eins og franska ljóðskáldið og hugsuðurinn Paul Valéry (1871-1945) komst einu sinni að orði um eðli þróunar og breytinga: „Framtíðin er ekki eins og hún var vön að vera.“HD 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.