Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Side 5

Morgunn - 01.12.1965, Side 5
MORGUNN 83 Og er það ekki svo í rauninni, að vér séum alla ævina á heimleið. Þó að leiðir vorar liggi í ýmsar áttir, endar hring- ferð lífsins oftast hjá bernskuminningunum, bernskudraum- unum, bernskutrúnni, ef vér höfum átt hana einhverja. Ein þeirra spurninga, sem löngum leitar á hugann er um samskipti trúar og vísinda, eða eins og ég vildi heldur orða það, milli trúar og þekkingar. Margir eru haldnir þeirri skoðun, að hér sé um að ræða tvær andstæður, sem ekki geti mætzt, hljóti að fara hvor sína leið og jafnvel eiga í sífelldu höggi hvor við aðra. Mig langar til að þessu sinni að rif ja upp nokkur atriði um þetta efni, þótt fjarri fari því, að unnt sé að gera því verkefni nokkur fullnaðarskil. Fyrst verðum vér að gera oss þess grein um hvað þessi tvö hugtök fjalla. Þekkingu kalla ég hér þá hluti, áþreifan- lega eða ósýnilega, sem vér höfum sannreynt með tilraun- um eða óvefengjanlegri röksemdaleiðsiu. Vitanlega verðum vér, sem erum leikmenn í fræðunum, þá löngum að treysta á umsagnir annarra, og liggur mér þá stundum við að finn- ast, að vér grípum oft meira en góðu hófi gegnir til trúar vorrar á, hvað þessi eða hinn vísindamaðurinn geti eða hafi getað afrekað. Trúin fjallar hins vegar um þau atriði, sem vér hvorki vegum né metum á almennan mælikvarða. Hún er að nokkru leyti tilfinningamál einstaklingsins. Oft er hún rökvís, en stundum er hún þó hafin yfir alla röksemdaleiðslu. Mér ligg- ur við að segja, að þá sé hún beinlínis nauðsyn, sem vér get- um þó ekki gert oss grein fyrir hvaðan stafi eða hvers vegna vér rækjum hana. Vér finnum einungis, að vér getum ekki án hennar verið fremur en líkami vor lifir án andrúmslofts- ins. Trúin verður þá hugsana- og tilfinningalífinu, sálinni, ef svo mætti að orði kveða, sams konar orkuvaki og súrefnið líkamanum. 1 því sambandi mætti benda á eina af þversögn- um mannlegs lífs, en það er, að margir þeir, sem kalla sig trúlausa í venjulegum skilningi og eru það, eru oft hinir heit-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.