Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Page 13

Morgunn - 01.12.1965, Page 13
MORGUNN 91 órækar sannanir fyrir, eins og sumra manna siður er, því miður. Skrifað stendur: Hvað gagnar manninum það að vinna allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni? Vafalaust má bíða tjón á sálu sinni á fleiri en einn hátt. En sárasta tjónið mun þó vera, ef vér glötum auðmjúkri þrá leitandans eftir sannleikanum. Þrá, sem lýst er af mildi og umburðarlyndi kærleikans, og studd af lotningunni fyrir Drottni allsherjar. Ef viðhorf manna í trú og vísindum væru borin uppi af þessu, mundu mörg vandamál samfélags vors leysast furðu greiðlega. Og fátt er það og ef til vill ekkert, sem betur er fallið til þess að halda uppi þessari leitarþrá, og skapa hina fyllstu ábyrgðartilfinningu, en trúin á og vissan um fram- hald lifsins og samband vort við hinn dulda heim. Þar eiga trú og vísindi, lærðir og leikir að taka höndum saman for- dómalaust um það eitt, að skapa fullvissu í stað efa. Ég hóf mál mitt á því að segja, að þegar ég kæmi inn fyrir þröskuld þessa kirkjuhúss, þætti mér sem ég væri að koma heim. Ekki get ég hrósað mér af því að vera þó kirkjunnar maður umfram aðra, nema síður sé. Hitt hefur mér þó lengi ljóst verið, að kirkjan á miklu hlutverki að gegna í samfé- lagi voru, og ef til vill er hún eina aflið í þjóðfélaginu, sem fært er um að leysa ýmsan þann vanda, sem að steðjar. En samt virðast áhrif hennar fara þverrandi. Ég ætla engan að ásaka í því efni. Orsakirnar eru vafalaust margar. En þó hljótum vér að spyrja: Vantar ekki einhvern samhljóm, eitt- hvert tengiband milli kirkjunnar og almennings? Leggur kirkjan sig nægilega fram í leitinni, sem er grunntónninn í tilveru margra manna, og hefur dýpri áhrif á huga þeirra en þeir ef til vill gera sér ljóst? Þeir vilja ekki taka við til- reiddum kennisetningum, þótt gamlar séu, en vilja þreifa sig sjálfa áfram, og æskja hjálpar og leiðbeiningar kirkjunnar í þeirri leit. Og erum vér, sem stöndum utan dyrastafs kirkj- unnar, ekki of tortryggnir í hennar garð? Eigum vér, sem á greinir um ýmsa hluti, ekki of fáar viðræðustundir í fullri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.