Morgunn - 01.12.1965, Side 15
Dr. J. R. Rhine:
Hvað er maðurinn?
☆
Hvað er mannskepnan í raun og veru? Hvað ert þú, og
hvað er ég? Enginn veit. Að vísu vitum við eitt og annað
um manninn, en grundvallareðli hans — það, sem veldur
því, að hann hagar sér svona, en ekki einhvern veginn öðru-
vísi — það er okkur hulinn leyndardómur. Vísindin eru
ómáttug þess að útskýra, hvað mannssálin raunverulega er
og hvernig starfi hennar í sambandi við heilann er háttað.
Enginn telur sér trú um, að hann viti hvernig meðvitundin
hafi til orðið. Og hvað er hugsunin? Menn voga ekki að geta
sér til um það, hvað þá meira.
Slík fáfræði mannsins um sjálfan sig er öldungis ótrúleg.
Vísindin hafa verið að færa út kvíarnar í allar áttir: Þau
hafa rannsakað jörðina í krók og kring heimskautanna á
milli, samsetningu efnanna, gerð hinna fjarlægustu stjarna
og orku atómsins. Þau hafa gert sér grein fyrir gerð og eðli
sýkla og unnið bug á hættulegum sjúkdómum. En hvernig
stendur á því, að mikilvægustu spurningunni er lítill eða
enginn gaumur gefinn: Hver er staða persónuleika manns-
ins í öllu sköpunarverkinu?
Áreiðanlega mun það vekja mikla furðu sagnfræðinga
tuttugustu og fyrstu aldarinnar, að menn skuli hafa frestað
því svo lengi að beina alls ótrauðir ítrustu rannsóknum að
spurningunni um það, hvað maðurinn sé í raun og veru.
I stað þekkingar á sjálfum okkur höfum við aðeins haft
trúna til þess að styðjast við. Ungum var okkur kennt að
ti’úa því um manninn, að hann væri likami og sál — efnis-