Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Side 17

Morgunn - 01.12.1965, Side 17
MORGUNN 95 þúfur. Svo náin virðist samfylgd hugar- og heilastarfsins vera, að eðlilegt er, að hinn ungi vísindamaður fari að halda, að heilinn hljóti að vera sú miðstöð, sem allt starf manns- ins sé bundið við. Og heilann er að sjálfsögðu unnt að rannsaka með venju- legum vísindalegum aðferðum. Taugafrumur þær, sem hann er samsettur af, eru hlutar efnis- og orkuheimsins. Á hugan- um verða aftur á móti engar hendur festar. Og hvers konar ,,efni“ getur þá verið í honum? Hvað ætti hann svo sem að vera, ef hann væri ekki efniskenndur? Hann virðist ekki vera annað en starfsemi heilans — einhver hlið þeirrar starf- semi. Og þannig förum við að hugsa okkur, að maðurinn sé ekkert annað en efnið, og að hugurinn sé aðeins sérstök birting heilastarfsins. Slík skýring er handhæg vegna þess, að þá er unnt að skipa þessu öllu í eitt kerfi, þar sem mað- urinn er gerður ein efnisleg heild. Því er það, að þegar ungur vísindamaður lýkur námi, er sjaldnast mikið eftir af hans gömlu barnatrú á hið tvöfalda eðli mannsins. Þessi breyting getur hafa komið smátt og smátt, og án þess að hann hafi sjálfur gert sér grein fyrir, hvernig þetta gerðist, en hún getur einnig orðið vegna hæg- fara áhrifa af skoðunum kennaranna eða orsakazt af lestri bóka. Ennfremur geta þessi umskipti frá einni trú til ann- arrar átt rætur sínar að rekja til ómeðvitandi áhrifa, líkt og á sér stað á bernskuárunum, er barnið drekkur í sig hinar gömlu trúarskoðanir á eðli mannsins. Sannast mála er það, að fremur lítið er rætt um þá spurn- ingu, hvað maðurinn sé í raun og veru. Því miður er líkast því, að það sé þegjandi bannað, bæði í skólunum og utan þeirra, að ræða um trúna á innsta eðli mannsins. Og því er það, að jafnvel í hinum frjálslyndustu háskólum eru þessi mál sjaldan rædd fyrir opnum tjöldum. Að sjálfsögðu aðhyllast vissar háskóladeildir hinar gömlu skoðanir, og þá sérstaklega guðfræðideildirnar, sem leggja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.