Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 17
MORGUNN
95
þúfur. Svo náin virðist samfylgd hugar- og heilastarfsins
vera, að eðlilegt er, að hinn ungi vísindamaður fari að halda,
að heilinn hljóti að vera sú miðstöð, sem allt starf manns-
ins sé bundið við.
Og heilann er að sjálfsögðu unnt að rannsaka með venju-
legum vísindalegum aðferðum. Taugafrumur þær, sem hann
er samsettur af, eru hlutar efnis- og orkuheimsins. Á hugan-
um verða aftur á móti engar hendur festar. Og hvers konar
,,efni“ getur þá verið í honum? Hvað ætti hann svo sem að
vera, ef hann væri ekki efniskenndur? Hann virðist ekki
vera annað en starfsemi heilans — einhver hlið þeirrar starf-
semi. Og þannig förum við að hugsa okkur, að maðurinn sé
ekkert annað en efnið, og að hugurinn sé aðeins sérstök
birting heilastarfsins. Slík skýring er handhæg vegna þess,
að þá er unnt að skipa þessu öllu í eitt kerfi, þar sem mað-
urinn er gerður ein efnisleg heild.
Því er það, að þegar ungur vísindamaður lýkur námi, er
sjaldnast mikið eftir af hans gömlu barnatrú á hið tvöfalda
eðli mannsins. Þessi breyting getur hafa komið smátt og
smátt, og án þess að hann hafi sjálfur gert sér grein fyrir,
hvernig þetta gerðist, en hún getur einnig orðið vegna hæg-
fara áhrifa af skoðunum kennaranna eða orsakazt af lestri
bóka. Ennfremur geta þessi umskipti frá einni trú til ann-
arrar átt rætur sínar að rekja til ómeðvitandi áhrifa, líkt og
á sér stað á bernskuárunum, er barnið drekkur í sig hinar
gömlu trúarskoðanir á eðli mannsins.
Sannast mála er það, að fremur lítið er rætt um þá spurn-
ingu, hvað maðurinn sé í raun og veru.
Því miður er líkast því, að það sé þegjandi bannað, bæði
í skólunum og utan þeirra, að ræða um trúna á innsta eðli
mannsins. Og því er það, að jafnvel í hinum frjálslyndustu
háskólum eru þessi mál sjaldan rædd fyrir opnum tjöldum.
Að sjálfsögðu aðhyllast vissar háskóladeildir hinar gömlu
skoðanir, og þá sérstaklega guðfræðideildirnar, sem leggja