Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Page 22

Morgunn - 01.12.1965, Page 22
100 MORGUNN gagnrýnin og skynsamleg og vísindaleg hugsun tóku að fá yfirhöndina, nú á síðustu öldum, þá gerðist svipuð saga og nú er að endurtaka sig í hugum hugsandi námsmanna í há- skólunum. Trúin á hið andlega eðli þeirra sjálfra þvarr smátt og smátt. Hinar stórkostlegu uppgötvanir vísindanna á nítjándu öldinni ekki sízt í líffræðinni (biology) urðu til þess að brjóta niður hinar gömlu hugmyndir um manninn og stöðu hans í alheiminum. Og þegar tekið var að raða saman hinum nýju uppgötvunum vísindanna í eina samfellda heild, gerðu menn sér lítið fyrir og slepptu mannssálinni sjálfri, sem sérstökum þætti þeirrar heildarmyndar. Það var hvergi rúm fyrir hana í hinni nýju, vélgengu heimsmynd. Því fór svo, að hvarvetna þar, sem vísindin lögðu undir sig landið, var hin gamla trúin á andlegt eðli mannsins útlæg gjör. Sálarfræðin tók í vaxandi mæli að verða gegnsýrð af efnishyggjunni. Kenningin um eðli mannsins þróaðist frá hinni grófu efnishyggju og lagaði sig eftir nýrri kenningum eðlisfræðinnar um eigindir efnisins, án þess þó að kvikað væri frá hinu efnislega grundvallarsjónarmiði. Vísindin þola ekki að heyra hið óefniskennda nefnt á nafn eða þann and- lega eiginleika, sem menn áður nefndu sál. Og svo er nú komið, að þeir fáu vísindamenn, sem ennþá halda því opin- berlega fram, að þeir trúi þvi, að maðurinn hafi sál, koma starfsfélögum sínum i hálfgerðan bobba og vandræði með siíku háttalagi. Eigi að síður er eitthvað bogið við þá mynd, sem vísindin drógu upp fyrir aldamótin síðustu. Sérkennilegum fyrirbær- um í mannlegu eðli var með öllu sleppt úr þessari vísinda- legu mynd, vegna þess að þau áttu þar ekki heima, og hefðu ruglað alla myndina. Og það er ekki í fyrsta skipti, að vís- indin hafa til hægðarauka gengið framhjá því, sem ekki féll í kram þeirra. Vegna þess, að þessi fyrirbæri eru fremur sjaldgæf og auk þess þannig vaxin, að erfitt er að sanna þau, var hin- um íhaldssömu vísindum auðvelt að láta sem þau væru ekki til. Eigi að síður urðu nokkrir djarfhuga visindamenn til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.