Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Side 23

Morgunn - 01.12.1965, Side 23
MORGUNN 101 þess að ríða á vaðið og hef ja vísindalegar rannsóknir á þess- um undarlegu fyrirbærum. Og árangur þeirra rannsókna og tilrauna hefur þegar orðið stórkostlegur, eins og ég mun sýna fram á í þessari bók. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd „sálræn“ og rannsókn þeirra „sálarrannsóknir“. Nú eru þessi vísindi, sem stunduð eru við ýmsa háskóla og snúast um sálræn fyrirbæri eða hugræn, einu nafni nefnd dulsálarfræði eða Parapsychology. Áður höfðu áhugamenn, sumir háskólagengir en aðrir ekki, stofnað félög í ýmsum löndum til þess að stuðla að slíkum rannsóknum og safna skýrslum um dularfull fyrirbæri. Elzt þeirra er Sálarrannsóknafélagið brezka, stofnað árið 1882. Upphaflega, og raunar alllengi, fengu þessar rannsóknir ekki inni í rannsóknastofnunum háskólanna, heldur urðu sálar- rannsóknafélögin að sjá algerlega um þær og hafa þar for- göngu. Og það var brautryðjendastarf þeirra, sem dró at- hyglina að þeim möguleika, að vísindin tækju að sér ítar- lega rannsókn á spurningunni um innsta kjarna eða eðli mannsins. Þessar rannsóknir hafa engan veginn reynzt auðveldar. Margt, sem fram hefur komið við tilraunirnar, er ennþá ekki unnt að skýra fyllilega og mörgum spurningum er enn ósvarað. Ýmislegt, harla dularfullt, hefur komið í ljós, en á því bið ég engrar afsökunar, því fi'jáls vísindi fagna slíkum viðfangsefnum. Þegar sannur vísindamaður verður var við fyrirbæri, sem hann getur ekki skýrt, er það honum líkt og fundinn f jársjóður. Því torskýrðari og dularfyllri sem fyrir- bærin eru, því meiri þekkingu færa þau okkur, þegar loks tekst að skýra þau. Þau sérstöku fyrirheit, sem bundin eru rannsóknum þessara dulrænu fyrirbæra, ei’u þau, að þær virðast munu leiða til þekkingar á því, að mannshugurinn eða sálin spannar yfir miklu stærra svið í þessum heimi efnis, rúms og tíma, en menn hingað til hafa haldið. Grein þessi er upphafskaflinn í hinni merku bók prófess- ors J. B. Rhine, hins heimsfræga sálfræðings við Duke há-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.