Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 23
MORGUNN
101
þess að ríða á vaðið og hef ja vísindalegar rannsóknir á þess-
um undarlegu fyrirbærum. Og árangur þeirra rannsókna og
tilrauna hefur þegar orðið stórkostlegur, eins og ég mun
sýna fram á í þessari bók.
Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd „sálræn“ og rannsókn
þeirra „sálarrannsóknir“. Nú eru þessi vísindi, sem stunduð
eru við ýmsa háskóla og snúast um sálræn fyrirbæri eða
hugræn, einu nafni nefnd dulsálarfræði eða Parapsychology.
Áður höfðu áhugamenn, sumir háskólagengir en aðrir ekki,
stofnað félög í ýmsum löndum til þess að stuðla að slíkum
rannsóknum og safna skýrslum um dularfull fyrirbæri. Elzt
þeirra er Sálarrannsóknafélagið brezka, stofnað árið 1882.
Upphaflega, og raunar alllengi, fengu þessar rannsóknir ekki
inni í rannsóknastofnunum háskólanna, heldur urðu sálar-
rannsóknafélögin að sjá algerlega um þær og hafa þar for-
göngu. Og það var brautryðjendastarf þeirra, sem dró at-
hyglina að þeim möguleika, að vísindin tækju að sér ítar-
lega rannsókn á spurningunni um innsta kjarna eða eðli
mannsins.
Þessar rannsóknir hafa engan veginn reynzt auðveldar.
Margt, sem fram hefur komið við tilraunirnar, er ennþá
ekki unnt að skýra fyllilega og mörgum spurningum er enn
ósvarað. Ýmislegt, harla dularfullt, hefur komið í ljós, en á
því bið ég engrar afsökunar, því fi'jáls vísindi fagna slíkum
viðfangsefnum. Þegar sannur vísindamaður verður var við
fyrirbæri, sem hann getur ekki skýrt, er það honum líkt og
fundinn f jársjóður. Því torskýrðari og dularfyllri sem fyrir-
bærin eru, því meiri þekkingu færa þau okkur, þegar loks
tekst að skýra þau. Þau sérstöku fyrirheit, sem bundin eru
rannsóknum þessara dulrænu fyrirbæra, ei’u þau, að þær
virðast munu leiða til þekkingar á því, að mannshugurinn
eða sálin spannar yfir miklu stærra svið í þessum heimi
efnis, rúms og tíma, en menn hingað til hafa haldið.
Grein þessi er upphafskaflinn í hinni merku bók prófess-
ors J. B. Rhine, hins heimsfræga sálfræðings við Duke há-