Morgunn - 01.12.1965, Síða 25
Sveinn Víkingur:
Draumar
☆
Maðurinn sefur um það bil þriðjung ævi sinnar, sumir
jafnvel meira, þeir sem svefnþungir eru. Sextugur maður
hefur því sofið í tuttugu ár, bæði nótt og dag. Þetta er
furðulega langur tími, og ekki óeðlilegt að mörgum verði
að spyrja: Hvað gerist á þessum óratíma? Hvernig er í raun
og veru það líf, sem í svefninum er lifað?
Um það hefur hver einstakiingur aðeins mjög óljósar og
slitróttar endurminningar, þegar hann vaknar, og aðeins við
og við. Oftast man hann alls ekki neitt. Þessar minningar
köllum við einu nafni drauma.
Þetta fyrirbæri — draumarnir, er í raun og veru mjög
merkilegt. En segja má, að rannsóknir þess séu enn á byrj-
unarstigi. En margir sálfræðingar og sálkönnuðir vænta
mikils af þeim rannsóknum. Heimsfrægir vísindamenn, eins
og t. d. Freud og Jung, hafa talið, að með rannsókn drauma
megi oft finna orsakir ýmissa tegunda sálsýki og geðtrufl-
ana og að þar skjóti oft niðurbældar hvatir upp kollinum á
furðulegan hátt. Er þó fjarri því, að þeir haldi því fram að
draumhæfileikinn sjálfur beri vott sjúklegu ástandi, heldur
hitt, að í draumi komi upp í vitund manna, oft í ýktri og af-
skræmdri mynd, ýmislegt það, sem leynist í djúpum undir-
vitundarinnar og veldur sjúklegu sálarástandi, taugaveiklun
og ótta, einmitt vegna þess, að dagvitundin nær ekki tök-
um á því.
Þetta á þó engan veginn við um alla drauma og sennilega
aðeins mjög lítinn hluta þeirra. Sumir draumar eiga upp-
runa sinn í óljósum skynjunum gegnum svefninn, líkamlegri
vanlíðan eða því að illa fer um mann í rúminu. Aðrir draum-