Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Side 29

Morgunn - 01.12.1965, Side 29
MORGUNN 107 Segir ekki af ferðinni fyrr en við komum að Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú eins og hún er stundum kölluð. Sú á er straumhörð og úfin og fellur í þröngu og djúpu gili. Þegar við beygjum niður í gljúfrið að brúnni, biður sýslumaður bílstjórann að nema staðar, og segir, að við skulum ganga yfir brúna. Bendir hann síðan á stein í urðinni ofan við brúna, og segir að þar hafi vegagerðarmenn nýlega fundið mannabein, og muni lík hafa verið urðað þar við steininn endur fyrir löngu. Segir hann síðan allítarlega sögu um silf- ursala nokkurn, er eitt sinn var á ferð um þessar slóðir, en hvarf með dularfullum hætti. Var talið, að hvarf hans hefði orðið af manna völdum, enda hafði hann mikið fémæti með- ferðis. Frá þessu segir greinilega í bók eftir Ara Arnalds og vísast til hennar þeim, sem gerr vilja vita um þessa atburði. Síðan nemum við staðar á sjálfri brúnni. Bendir Ari mér þá á litla klettasnös rétt neðan við brúarsporðinn, en þar er hamarinn þverhníptur og hár niður í beljandi fljótið. Segir hann mér, að þarna fram af hamrinum hefði ungur maður hlaupið aftur á bak og farizt í ánni. Lá til þess atburðar dap- urleg saga um ástir hans og ungrar stúlku, sem hann ekki fékk að njóta, og verður hún ekki rakin hér. Ekki get ég varizt þvi að ætla, að draumur minn um nótt- ina, hafi staðið í sambandi við það, sem fram kom um dag- inn og frá hefur verið skýrt. Ef til vill má segja, að draum- urinn hafi verið vakinn af hugsun sýslumannsins, sem þá hafi verið búinn að ákveða að biðja mig fararinnar, og einnig komið þá þegar í hug, að hann skyidi segja mér frá þeim örlögríku atburðum, er gerzt höfðu við brúna. Að- spurður kvaðst hann þó ekki muna til þess, að hann hafi kvöldið áður hugsað um þessi atvik í sambandi við ferða- lagið, sem i vændum var. Konan, sem birtist mér í ljósgeisl- anum, er vafalitið sú mynd, sem skýrust var í huga hins ógæfusama manns, er hann hljóp fram af hamrinum og hvarf í djúp hins dökka straums.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.