Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 50

Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 50
128 MORGUNN fleira þess háttar, hafa áhrif á blóðþrýsting, öndunarstarf- semi húðarinnar o. fl. Naumast mun finnast nokkurt það líf- færi líkamans, sem ekki getur farið meira og minna úr lagi vegna orsaka, sem hugrænar truflanir valda, og án þess að þar sé um neina líkamlega meinsemd að ræða. Allir þeir, sem með eigin augum hafa séð menn gerða tilfinningalausa um stund, eða horft á brunablöðrur myndast á húð dáleidds manns, aðeins vegna þess, að dávaldurinn telur honum trú um, að hann sé að brennast, þeir hljóta að viðurkenna, að andleg áhrif á efnislíkamann eiga sér raunverulega stað. Efnishyggjumaðurinn fullyrðir, að þegar líkamsvélin verði fyrir svo alvarlegum áföllum, að hún deyi, þá sé „sál- in“ einnig þar með úr sögunni, því hún sé aðeins einn þátt- ur líkamsstarfseminnar. En það er alveg eins hægt að full- yrða, að sálin hafi sína sjálfstæðu tilveru, snúa hinni full- yrðingunni algjörlega við og segja, að þegar sálin yfirgefi líkamann, sem hún hefur haldið lifinu í með því að vera í nánu sambandi við hann um stund, þá verði líkaminn her- fang dauðans. Hvor fullyrðingin sé réttari, úr því verður aukin þekking og reynsla að skera. Öyggjandi sannanir geta vissulega fengizt fyrir því, að persónuleiki mannsins með minningum sínum og sérkennum, lifi af líkamsdauðann. Og ég leyfi mér að halda því fram, að sterkir vitnisburðir um það eru þegar fyrir hendi, og engu ómerkari en rökin fyrir því, að öllu sé lokið við dauða líkamans. Að lokum skal komið að því atriðinu, sem ég hygg að muni áður langt líður, sannfæra alla, sem á annað borð vilja kynna sér þessi mál, um það, að efnishyggjan er röng. Við skulum athuga þá spurningu, hvort hugurinn þarfnist í raun og veru hinna líkamlegu skynfæra til þess að afla vitneskju um veröldina. Venjulega notum við augu og eyru og önnur skynfæri til þess að taka við þeim boðum eða merkjum frá umhverfinu, sem hugur okkar síðan þýðir og gerir sér grein fyrir. Áður hefur verið minnzt á, að þessi skynfæri eru svo takmörkuð, að þau geta ekki veitt viðtöku nema litium hluta af þeim áhrifum, sem að mönnum berast. Þetta vekur þá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.