Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Page 57

Morgunn - 01.12.1965, Page 57
MORGUNN 135 hjá framliðnum og lýstu þeim á svipaðan hátt og miðlar gera nú á dögum. Svo var um spákonuna í Endor, sem sagt er frá í 28. kapítula I. Samúelsbókar. Sál konungur fór á fund hennar um nótt. Konan spyr hann og segir: „Hvern viltu, að ég láti koma fram?“ Hann svarar: „Lát þú Samúel koma fram fyrir mig“. Og litlu síðar spyr hann: „Hvað sér þú?“ Og konan sagði við Sál: „Ég sé anda koma upp úr jörðinni“. Og hann sagði við hana: „Hvernig er hann í hátt?“ Síðan lýsir spákonan honum, og Sál þekkir að það er Samúel, og tekur að ræða við hann. Hitt er þó miklu algengara, að spákonurnar haldi sér við það að spá eða segja fyrir ókomna atburði. Oft virðast þær hafa haft þetta að atvinnu og tekið gjald fyrir störf sín. Margt bendir til þess, að þær hafi komið sér í eitthvert sér- stakt ástand eða leiðslu, á meðan þær spáðu, og notað til þess ýmis tæki og tilfæringar, meðal annars sungið eða lát- ið syngja söngva eða særingaþulur og handleikið vissa hluti, er þær höfðu meðferðis, og nefndir voru töfur (sbr. töfrar). Minnir þetta á spákonur nú á tímum, sem hafa kristaliskúl- ur, spil eða kaffibolla til þess að lesa í spár sínar, eða réttara sagt til þess að koma sér i það leiðsluástand, sem þær telja nauðsynlegt til þess að geta spáð. 1 Eiriks sögu rauða er að finna mjög skýrar og skemmti- legar iýsingar á spákonu vestur á Grænlandi. Þar segir svo: Þorhjörg spákoiui. I þann tíma var hallæri mikit á Grænlandi. Höfðu menn fengit lítit fang, þeir er í veiðiferðir höfðu farit, en sumir ekki aftr komnir. Sú kona var þar í byggð, er Þorbjörg hét. Hon var spá- kona ok var kölluð lítilvölva. Hon hafði átt sér níu systr, ok váru aliar spákonur, en hon ein var þá á lífi. Þat var háttr Þorbjargar um vetrum, at hon fór at veizl- um, ok buðu þeir menn henni mest heim, er forvitni var á at vita forlög sín eða árferði. Ok með því at Þorkell var þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.