Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Side 72

Morgunn - 01.12.1965, Side 72
Sérkennilegur draumur Ég stend úti í rökkurmóðu októberdagsins. Morgunroð- inn er í aðsigi og ég heyri í anda þungan gný haustbrimsins, svo sem ég kynntist því á æskudögum, er það lemur björg og malir Skagans. Mér koma Saurar í hug og undrin þar fyrir hálfu öðru ári. Um Saura hefur verið hljótt nú um sinn svo sem var, áður en undrin gerðust, en brimaldan svarrar þar við túnfótinn og kveður með sínum dularrómi og ekkasogum tregaljóð um hulin mögn og ill örlög. Hugsunin um allt þetta verður til þess að ég geri alvöru úr því að festa á blað draum, sem mig dreymdi um mánaða- mótin apríl-maí 1964 (man ekki mánaðardaginn fyrir víst). En draumurinn er enn skýrt markaður í huga mínum. Það skal skýrt tekið fram, að að Saurum hef ég aldrei komið í vöku. En nú var ég í svefninum þangað kominn, og hafði því ákveðna verki að gegna að stöðva ókyrrleika þann, er að undanförnu hafði gert vart við sig þar, og að beina þeim villuráfandi sálum, er þar væru að verki, á bjartari braut. Ég stóð fyrir framan lágreist hús með timburframþili og geng þar inn. Þegar inn var komið, var húsið lágt til lofts en töluvert að gólffleti, mjög rakt moldargólf var þar og veggir úr torfi og grjóti. Húsið var líkt gömlum bæjardyr- um, en þó stærra. Óhrjálegt búslóðardót var í röst eftir nær miðju húsinu, og fannst mér að það hefði verið hreinsað frá veggnum, hægra megin, til þess að athöfn sú, er ég átti að framkvæma, gæti farið fram við þann vegg, því þar væru óhreinindin og inni í honum, þar sem mættust iangveggur og þverveggur. Meðfram veggnum, vinstra megin, fannst mér vera gangvegur inn í önnur hús, er innar lágu. Nokkuð var þarna af fólki saman komið, en ekki veitti ég því neina athygli, utan einni konu, er ég hafði þekkt mjög vel og látin er fyrir nokkrum árum. Hún sagði, að sig hefði langað til að vera þarna viðstödd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.