Morgunn - 01.12.1965, Síða 72
Sérkennilegur draumur
Ég stend úti í rökkurmóðu októberdagsins. Morgunroð-
inn er í aðsigi og ég heyri í anda þungan gný haustbrimsins,
svo sem ég kynntist því á æskudögum, er það lemur björg
og malir Skagans. Mér koma Saurar í hug og undrin þar fyrir
hálfu öðru ári. Um Saura hefur verið hljótt nú um sinn svo
sem var, áður en undrin gerðust, en brimaldan svarrar þar
við túnfótinn og kveður með sínum dularrómi og ekkasogum
tregaljóð um hulin mögn og ill örlög.
Hugsunin um allt þetta verður til þess að ég geri alvöru
úr því að festa á blað draum, sem mig dreymdi um mánaða-
mótin apríl-maí 1964 (man ekki mánaðardaginn fyrir víst).
En draumurinn er enn skýrt markaður í huga mínum.
Það skal skýrt tekið fram, að að Saurum hef ég aldrei komið
í vöku. En nú var ég í svefninum þangað kominn, og hafði
því ákveðna verki að gegna að stöðva ókyrrleika þann, er
að undanförnu hafði gert vart við sig þar, og að beina þeim
villuráfandi sálum, er þar væru að verki, á bjartari braut.
Ég stóð fyrir framan lágreist hús með timburframþili og
geng þar inn. Þegar inn var komið, var húsið lágt til lofts
en töluvert að gólffleti, mjög rakt moldargólf var þar og
veggir úr torfi og grjóti. Húsið var líkt gömlum bæjardyr-
um, en þó stærra. Óhrjálegt búslóðardót var í röst eftir nær
miðju húsinu, og fannst mér að það hefði verið hreinsað frá
veggnum, hægra megin, til þess að athöfn sú, er ég átti að
framkvæma, gæti farið fram við þann vegg, því þar væru
óhreinindin og inni í honum, þar sem mættust iangveggur
og þverveggur. Meðfram veggnum, vinstra megin, fannst
mér vera gangvegur inn í önnur hús, er innar lágu.
Nokkuð var þarna af fólki saman komið, en ekki veitti ég
því neina athygli, utan einni konu, er ég hafði þekkt mjög
vel og látin er fyrir nokkrum árum. Hún sagði, að sig hefði
langað til að vera þarna viðstödd.