Morgunn - 01.12.1965, Síða 74
Nýjar bækur
☆
Ritstjóra Morguns þykir rétt að vekja athygli á nýút-
komnum bókum, er fjalla um dulræna reynslu og spiritisma.
Fátt ber ljósari vott um það, hve áhugi manna hér á landi
á þessum málum er almennur og sterkur, en það, að á hverju
ári koma á bókamarkaðinn ekki ein heldur margar bækur
um þessi efni. I raun og veru ber þetta gleðilegan vott um
það, að þrátt fyrir allt okkar kapphlaup um peningana og
hégómann, höfum við þó ennþá trú á því, að við höfum sál.
Og að þetta sé öllu merkiiegri og mikilvægari staðreynd en
ýmsir sálfræðingar nútimans vilja vera láta. Á meðan við
höldum þeirri trú og látum okkur hana miklu skipta, er eng-
an veginn ástæða til að öi’vænta, enda þótt klerkarnir kvarti
um þverrandi kirkjusókn.
Hér er ekki ætlunin að skrifa ritdóma um þessar bækur,
aðeins að benda mönnum á þær, og ekki aðeins þeim, sem
trúa á sálina og framhaldslífið, heldur ennþá fremur þeim,
sem gera það ekki, því þeim er í rauninni miklu meiri nauð-
syn að kynna sér þessi mál. Við höfum nefnilega sál, alveg
án tillits til þess, hvort við trúum því að svo sé, eða ekki.
Og ef framhaldslíf þeirrar sálar eftir dauða líkamans er stað-
reynd, þá verður því ekki breytt, hversu stóra hnefa sem við
leggjum fram á borðið til áréttingar þeirri skoðun, að allt
slikt sé fjarstæða og hugarburður. Hins vegar skilst mér, að
það geti skipt okkur sjálf æði miklu, hvort heldur við stönd-
um í þeirri trú, að við séum aðeins sálarlaus iíkami, sem
iognast út af til fulls einhvern daginn, eða að við séum fyrst
og fremst sál í stundartengslum við líkamann, sál, sem eigi
áframhaldandi þroska og göfgun fyrir höndum.
Ég held, að það sé örugglega miklu hyggilegra og hollara