Morgunn - 01.12.1965, Page 75
MORGUNN
153
hverjum manni að trúa því, að minnsta kosti þangað til ann-
að sannast, að hann sé sál, sem á líf og þroska fyrir höndum,
einnig eftir likamsdauðann, heldur en að trúa á hitt, að
hann sé sálarlaus efnishrúga, sem leysist upp í dauðanum,
og stritast við að iifa í þeirri ömurlegu trúarvissu, þangað
til dauðinn að lokum færir honum fullvissuna um það gagn-
stæða. Aðra vissu getur dauðinn í raun og veru ekki fært
honum af þeirri einföldu ástæðu, að ef þú lifir ekki eftir
dauðann, verður þú að sjálfsögðu hvorki sannfærður um eitt
eða neitt. Þá ert þú ekki framar til.
Ég hef þá skoðun, að ef maður getur lifað langa ævi án
þess að mynda sér einhvei’ja skoðun á því, hvort líf hans sé
aðeins þessi stopula og stutta stund jarðneskrar ævi eða
ekki, þá sé eitthvað bogið við höfuðið á honum. Og ef hann
telur sig skorta fullgildar sannanir fyrir þessu hvoru um sig,
þá sé skynsamlegra að hallast á sveif með sálinni en líkam-
anum, lífinu en dauðanum. Og þetta er einfaldlega vegna
þess, að sú trú er ekki aðeins fegurri og bjartari og í henni
fólgin miklu meiri stoð og styrkur í iífinu, heldur er hún
einnig miklu sennilegri og styðst við sterkari rök. Og þess
vegna höfum við líka ástæðu til að fagna hverri bók, sem
til þess er fallin að efla þá lífsskoðun og renna undir hana
ennþá fleiri stoðum skynsamlegrar hugsunar og sterkra
raka.
HugsaÖ upphátt. Eftir Ölaf Tryggvason. — Útgefandi:
Skuggsjá, Hafnarfirði, 1965.
Höfundurinn, Ólafur Tryggvason á Akureyri, er alþjóð
kunnur fyrir dulargáfur sínar og huglækningar, og fyrri
bækur hans tvær: Hugloékningar og Tveggja heima sýn hafa
vakið athygli og verið mikið lesnar. 1 þessari bók er lýst við-
horfi hreinskilins og hugsandi sjálfmenntaðs manns til lífs-
ins, trúarbragðanna og hinna andlegu verðmæta yfirleitt.
Hugsanir hans eru ekki fyrst og fremst mótaðar af utanað-
lærðum fræðum og kenningum, heldur af íhugun og persónu-
legri og oft dulrænni reynslu hans sjálfs. Þetta gefur bók-