Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 76
154
MORGUNN
inni aukið gildi. Að sjálfsögðu má deila um ýmislegt það, sem
höfundur heldur fram. Ef svo væri ekki, ætti bók í raun og
veru lítið erindi til lesendanna. En hún er skrifuð af mikilli
alvöru og sannfæringarþunga, og boðskapur hennar um ei-
líft gildi og sigurmátt kærleikans í alheiminum og í hverri
mannssál er bjartur og fagur. Það stoðar lítið að læra um
trú og kærleika. Það þarf að lifa þetta hvorutveggja, gera
það að persónulegri reynslu í lífi og starfi.
I lokaorðum bókarinnar segir hann meðal annars:
„Vitsmunaleg fullkomnun getur ekki verið æðsta takmark
mannkynsins. í heimi andans og dyggðanna er fegurð og
réttlæti skynjað, bæði sem andlegur eiginleiki og innra sam-
ræmi. Aðferð kærleikans er að uppræta blekkingar með
áunnu ástandi, en ekki vitsmunalegri rökleiðslu. Vegur kær-
leikans er eini vegurinn til jafnvægis, samræmis og réttlætis.
Eini vegurinn til fullrar þekkingar á lífsmætti andans, eilífð-
areðlinu. Fórnfýsi og samúðarrík þjónusta við lífið leiðir
hin dýpstu trúarleg sannandi i ljós, hreinsuð af ráðgátum
ritningarstaða og líkingarfullu orðbragði — og felur í sér sín
eigin laun“.
Leitið og þér munuð finna. Útgefandi: Skuggsjá, Hafnar-
firði, 1965.
Þetta er þriðja bókin þeirra, sem út hafa komið á síðustu
árum og fjalla um Hafstein Björnsson miðil, dulhæfileika
hans og miðilsstörf.
Hér skrifa margir þjóðkunnir menn og konur um spirit-
ismann og um kynni sín af þessum miðli og starfi hans um
margra ára skeið. Fjöldi frásagna er af fundum hjá Hafsteini
og ýmsu þvi, er þar hefur komið fram og þeir, sem fundina
sátu, teija veigamiklar sannanir fyrir framhaldslífi og sam-
bandi við látna vini.
Enda þótt rannsóknir síðustu ára á dulhæfileikum manns-
sálarinnar hafi orðið til þess að gera menn varfærnari varð-
andi sönnunargildi þess, sem fram kemur á miðilsfundum,
eru mikilshæfileikarnir eigi að síður harla merkilegir, og á