Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Síða 76

Morgunn - 01.12.1965, Síða 76
154 MORGUNN inni aukið gildi. Að sjálfsögðu má deila um ýmislegt það, sem höfundur heldur fram. Ef svo væri ekki, ætti bók í raun og veru lítið erindi til lesendanna. En hún er skrifuð af mikilli alvöru og sannfæringarþunga, og boðskapur hennar um ei- líft gildi og sigurmátt kærleikans í alheiminum og í hverri mannssál er bjartur og fagur. Það stoðar lítið að læra um trú og kærleika. Það þarf að lifa þetta hvorutveggja, gera það að persónulegri reynslu í lífi og starfi. I lokaorðum bókarinnar segir hann meðal annars: „Vitsmunaleg fullkomnun getur ekki verið æðsta takmark mannkynsins. í heimi andans og dyggðanna er fegurð og réttlæti skynjað, bæði sem andlegur eiginleiki og innra sam- ræmi. Aðferð kærleikans er að uppræta blekkingar með áunnu ástandi, en ekki vitsmunalegri rökleiðslu. Vegur kær- leikans er eini vegurinn til jafnvægis, samræmis og réttlætis. Eini vegurinn til fullrar þekkingar á lífsmætti andans, eilífð- areðlinu. Fórnfýsi og samúðarrík þjónusta við lífið leiðir hin dýpstu trúarleg sannandi i ljós, hreinsuð af ráðgátum ritningarstaða og líkingarfullu orðbragði — og felur í sér sín eigin laun“. Leitið og þér munuð finna. Útgefandi: Skuggsjá, Hafnar- firði, 1965. Þetta er þriðja bókin þeirra, sem út hafa komið á síðustu árum og fjalla um Hafstein Björnsson miðil, dulhæfileika hans og miðilsstörf. Hér skrifa margir þjóðkunnir menn og konur um spirit- ismann og um kynni sín af þessum miðli og starfi hans um margra ára skeið. Fjöldi frásagna er af fundum hjá Hafsteini og ýmsu þvi, er þar hefur komið fram og þeir, sem fundina sátu, teija veigamiklar sannanir fyrir framhaldslífi og sam- bandi við látna vini. Enda þótt rannsóknir síðustu ára á dulhæfileikum manns- sálarinnar hafi orðið til þess að gera menn varfærnari varð- andi sönnunargildi þess, sem fram kemur á miðilsfundum, eru mikilshæfileikarnir eigi að síður harla merkilegir, og á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.