Morgunn - 01.12.1965, Page 77
MORGUNN
155
slíkum fundum kemur fram margt það, sem erfitt, ef ekki
alómögulegt, er að skýra á annan veg en þann, að þar sé um
veigamiklar sannanir fyrir framhaldslífi að ræða. Og vafa-
laust eiga ítarlegri rannsóknir á hæfileikum og starfi miðl-
anna eftir að leiða margt merkilegt í ljós. Skoðun mín er sú,
að því betur sem sálfræðivísindum tekst að rannsaka og
skýra þá hæfileika sálarinnar, sem enn eru hjúpaðir dul að
verulegu leyti, því raunhæfari skerf muni miðlarnir geta lagt
fram með sínum sérstæðu hæfileikum bæði til beinna og
óbeinna sannana fyrir lífi eftir dauðann og sambandi að
handan.
Bókin er gefin út í sambandi við 50 ára afmæli miðilsins.
Meðal þeirra, sem skrifa kafla í þessa bók eru: Séra Sveinn
Víkingur, Jónas Þorbergsson f. útvarpsstjóri, frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir, Grétar Fells rithöfundur, séra Benjamin
Kristjánsson, séra Ingimar Jónsson f. skólastjóri, séra Jón
Skagan æviskrárritari, frú Katrín Smári alþingismaður,
séra Þorgeir Jónsson, Guðmundur G. Hagalín rithöfundur,
séra Sigurður H. Guðjónsson formaður S.R.F.I., séra Jón
Thorarensen, Elinborg Lárusdóttir skáldkona og margir
fleiri.
Dulargáfur og dulskynjanir. Eftir dr. Luisu E. Rhine. Út-
gefandi: Fróði, Reykjavík, 1965.
Ilöfundur þessarar bókar, dr. Luisa E. Rhine, er kona hins
heimskunna dulsálfræðings dr. J. B. Rhine prófessors í para-
psychology við Duke háskólann í Bandaríkjunum. Þau hjón-
in hafa, eins og kunnugt er, unnið um áratugaskeið ekki að-
eins að víðtækustu rannsóknum, sem tii þessa hafa verið
gerðar á dulhæfileikum sálarinnar, heldur og safnað víðs-
vegar að tugþúsundum frásagna um dulræna reynslu fólks
bæði í Bandaríkjunum og víðar, í þeim tilgangi að komast
að raun um, hversu almennir slíkir hæfileikar eru, og hverj-
ar muni vera algengustu tegundir dulskynjana og ýmis kon-
ar vitneskju, sem menn fá, án þess að hún berist eftir venju-
legum leiðum með aðstoð skynfæranna. Síðan hafa þessi