Morgunn - 01.06.1966, Side 16
10
MORGUNN
Andagáfur í frumkristninni.
Eins og öllum er kunnugt, sem lesið hafa Postulasöguna,
úir þar og grúir af alls konar frásögnum um sálræn fyrir-
brigði. Englar birtast postulunum, brjóta af þeim fjötra og
leiða þá út úr lokuðum dýflissum og segja þeim fyrir
verkum.
Það eru innblásnir menn og öruggir, sem boða kristin-
dóminn, fullir af krafti heilags anda, er þeir trúðu, að væri
andi Krists sjálfs, eða andar sem störfuðu að tilhlutun hans.
Og þessar frásagnir þurfa ekki að liggja undir neinum grun
um að þær kunni að vera ýkjur eða missagnir. Bæði er það,
að ýmislegt í Postulasögunni er skráð af sjónar- og heym-
arvotti: Lúkasi, og svo er hitt, að mynd sú, sem vér höfum
úr samtímabréfum Páls postula, er í fullu samræmi við
söguna.
1 XIV. kapítula fyrra Korinthubréfsins ræðir Páll um
þessi mál og kemur þar glöggt fram hvernig safnaðarlífi
hefur verið háttað í þeirri borg. Þar eru andagáfurnar á svo
háu stigi, að Páli þykir nóg um. Menn keppast um að tala
tungum, sumir spá, aðrir eru gæddir lækningagáfu, sumir
þýða tungurnar, aðrir gera kraftaverk, sumum er gefin sú
gáfa að greina á milli andanna, hvort góðir eru eða illir.
Páll leggur mest upp úr spádómsgáfunni, en minnst upp úr
tungutalinu, enda ætla menn að mikið af tungutalinu hafi
eigi verið annað en ógreinilegt hljóð, stunur og andvarpanir
eins og þekkja má hjá hvítasunnumönnum. Segist Páll sjálf-
ur hafa talað tungum meira en nokkur annar, en þó telji
hann meira virði að tala fimm orð af viti en tíu þúsund orð
með tungu.
Eins og sjá má af sögu Páls, hefur hann efalaust verið
gæddur miklum sálrænum gáfum, og sama er að segja um
Pétur postula og margt það fólk, sem í Korinthusöfnuðinum
er. En skilningur þess á fyrirbrigðunum er hins vegar sá, að
það sé andi Krists, sem sé undirrót þessara undra, og séu
þau glöggt merki um það, að Messíasartiminn sé að hefjast,